Saga Janusar endurhæfingar
Janus endurhæfing var stofnuð árið 2000 vegna fjölgunar öryrkja í þjóðfélaginu og skorts á úrræðum fyrir þá einstaklinga sem höfðu dottið af vinnumarkaði sökum heilsubrests. Starfsemin hófst sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Verkefnið tókst vel og var í framhaldinu tekin ákvörðun um að halda áfram. Markmið starfseminnar var og er að endurhæfa einstaklinga með skerta starfsgetu út í atvinnulífið og/eða nám og auka lífsgæði þeirra með stuðningi þverfaglegs teymis.
Mikil undirbúningsvinna hafði átt sér stað áður en endurhæfingin tók til starfa í janúar árið 2000 og fyrstu þátttakendurnir byrjuðu. Sameinaði lífeyrirsjóðurinn studdi við undirbúninginn og styrkveiting kom frá Heilbrigðisráðuneytinu. Þátttakendum var vísað í endurhæfinguna af lífeyrirsjóðum og stéttarfélögum fyrstu árin. Árið 2007 drógu lífeyrisjóðirnir og stéttarfélög sig út úr starfseminni. Stofnað var eignarhaldshlutafélag og gerður þjónustusamningur við Heilbrigðisráðuneytið um þjónustu. Þverfaglegt teymi Janusar endurhæfingar gerði einnig endurhæfingamöt fyrir Tryggingastofnun ríkisins í nokkur ár. Árið 2011 var gerður þjónustusamningur við starfsendurhæfingarsjóðinn Virk.
Starfsemi Janusar endurhæfingar var til húsa í Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum-skóla atvinnulífsins, fyrstu níu árin en góð og farsæl samvinna hefur verið við stjórnendur og starfsmenn skólans frá byrjun. Hugmyndafræðin var sú að deildir skólans og það námsefni sem þar var kennt væri góður undirbúningur fyrir endurkomu á vinnumarkaðinn. Kennarar við ýmsar deildir skólans kenndu þátttakendum Janusar endurhæfingar oftast í lokuðum hóp en einnig með öðrum nemendum skólans. Þessi samvinna mennta-og heilbrigðiskerfis var nýjung á þessum tíma.
Eftir efnahagshrunið 2008 jókst eftirspurn í þjóðfélaginu eftir úrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu sem misst hafði vinnuna. Þátttakendum í Janusi endurhæfingu fór fjölgandi og þörf var á að stækka starfsemina til að geta tekið á móti fleiri þátttakendum. Stærsti hluti hennar var fluttur úr húsnæði skólans en hluti starfseminnar var þar áfram fram til vorsins 2019.
Árið 2011 flutti starfsemin á Skúlagötu 19 í stærra húsnæði sem rúmaði vel aukin umsvif starfseminnar.
Mikil undirbúningsvinna hafði átt sér stað áður en endurhæfingin tók til starfa í janúar árið 2000 og fyrstu þátttakendurnir byrjuðu. Sameinaði lífeyrirsjóðurinn studdi við undirbúninginn og styrkveiting kom frá Heilbrigðisráðuneytinu. Þátttakendum var vísað í endurhæfinguna af lífeyrirsjóðum og stéttarfélögum fyrstu árin. Árið 2007 drógu lífeyrisjóðirnir og stéttarfélög sig út úr starfseminni. Stofnað var eignarhaldshlutafélag og gerður þjónustusamningur við Heilbrigðisráðuneytið um þjónustu. Þverfaglegt teymi Janusar endurhæfingar gerði einnig endurhæfingamöt fyrir Tryggingastofnun ríkisins í nokkur ár. Árið 2011 var gerður þjónustusamningur við starfsendurhæfingarsjóðinn Virk.
Starfsemi Janusar endurhæfingar var til húsa í Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum-skóla atvinnulífsins, fyrstu níu árin en góð og farsæl samvinna hefur verið við stjórnendur og starfsmenn skólans frá byrjun. Hugmyndafræðin var sú að deildir skólans og það námsefni sem þar var kennt væri góður undirbúningur fyrir endurkomu á vinnumarkaðinn. Kennarar við ýmsar deildir skólans kenndu þátttakendum Janusar endurhæfingar oftast í lokuðum hóp en einnig með öðrum nemendum skólans. Þessi samvinna mennta-og heilbrigðiskerfis var nýjung á þessum tíma.
Eftir efnahagshrunið 2008 jókst eftirspurn í þjóðfélaginu eftir úrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu sem misst hafði vinnuna. Þátttakendum í Janusi endurhæfingu fór fjölgandi og þörf var á að stækka starfsemina til að geta tekið á móti fleiri þátttakendum. Stærsti hluti hennar var fluttur úr húsnæði skólans en hluti starfseminnar var þar áfram fram til vorsins 2019.
Árið 2011 flutti starfsemin á Skúlagötu 19 í stærra húsnæði sem rúmaði vel aukin umsvif starfseminnar.