Fréttasafnið
Janusi endurhæfingu hefur hlotnast sá heiður að fá verðlaun fyrir bestu vísindagreinina á ráðstefnu í Grikklandi ICTS4eHealth 2017, núna í júlí. Samkeppnin var hörð enda greindu fundarstjórar frá því að aðeins 48% vísindamanna sem sóttu um leyfi til að kynna rannsóknir sína fengu að taka þátt. Fyrirlestur Janusar endurhæfingar The Use of Predictive Models in Dynamic Treatment Planning vakti mikinn áhuga þar sem þetta er í fyrsta skiptið í heiminum sem spálíkan er notað á þann hátt sem greint er frá í vísindagreininni.
Engin ummæli enn