• 166
 • 1IMGP3299
 • 1IMGP8912
 • 1L1140609
 • 1L1140611
 • 1L1160932
 • 1L1160935
 • 1P1020822
 • 1taekniskolinn
 • AL1140608
 • AL1160730
 • AL1160953
 • AL1160956
 • AP1030112
 • AP1030459
 • IMGP2983
 • IMGP3267
 • IMGP3292
 • IMGP3312
 • IMGP3323
 • IMGP3813
 • IMGP5645
 • IMG_4446
 • L1140377
 • L1140430
 • L1140545
 • L1140551
 • L1140552
 • L1140554
 • L1140555
 • L1140557
 • L1140558
 • L1140560
 • L1140563
 • L1140568
 • L1140594
 • L1140596
 • L1140613
 • L1140616
 • L1160722
 • L1160733
 • L1160745
 • L1160926
 • L1160927
 • L1160928
 • L1160930
 • L1160931
 • L1160937
 • L1160942
 • L1160944
 • L1160945
 • L1160946
 • L1160962
 • Nmskeid
 • P1020835
 • P1030316
 • P1030830
 • berglind_asgeirs
 • skogarferd
 • vorduskoli

Persónuverndarlögin kynnt


Starfsfólk Janusar endurhæfingar leggur mikla áherslu á öryggi og persónuvernd. Því var það okkur sérstök ánægja að fá dr. Sæmund Óskar Haraldsson persónuverndarfulltrúa okkar í heimsókn þann 11. apríl síðastliðinn og halda fyrir okkur kynningu um persónuverndarlögin og þær breytingar sem taka í gildi í Evrópu í maí 2018. 

Kynning þessi var einn liður í því sem nýju persónuverndarlögin fela í sér, að halda starfseminni upplýstri um persónuvernd. Sæmundur kynnti m.a. fyrir starfsfólki hvernig öruggast er að vinna með persónurekjanleg gögn í starfsendurhæfingu og rétt þátttakenda og starfsmanna. Áhugaverðar og nauðsynlegar umræður sköpuðust sem lögðu grunninn að því að allir starfsmenn Janusar endurhæfingar verða vel undirbúnir að takast á við þær breytingar sem eru í vændum.

kynning personuvernd 20118

Prenta Netfang

Árið 2017


 Árið 2017 reyndist viðburðarríkt innan Janusar endurhæfingar. Jafnt í daglegri starfsemi sem og í nýsköpun, þróun og vísindum.

Árið í tölum

Meirihluti þátttakenda sem sóttu þjónustu á árinu var ungt fólk, meðalaldur 28.6 ár (miðgildi 26, SF 8.1, dreifing 18-56) og voru flestir með þung geðræn vandamál. 

Samtals voru þátttakendur 233 á tímabilinu og voru 97% þeirra með að minnsta kosti eina geðræna ICD-10 greiningu. Konur voru í meirihluta eða 60% og virkir þátttakendur í endurhæfingu voru að meðaltali 151 hverju sinni. 

 • 46% höfðu notað vímuefni áður en þeir byrjuðu í Janusi endurhæfingu.
 • 31% voru með börn á framfærslu.
 • 73% voru einhleypir.
 • 31 mánuður var að meðaltali liðinn frá vinnu í upphafi endurhæfingar.

77 þátttakendur útskrifuðust á árinu og fóru 39% þeirra í atvinnu, nám eða virka atvinnuleit.

arangur mynd 2017

 

Stiklað á stóru 

Háskóli Íslands og Janus endurhæfing undirrituðu í apríl 2017 samstarfssamning til þriggja ára sem gerir meðal annars nemendum við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands kleift að sækja bæði starfsnám og vinna rannsóknir hjá Janusi endurhæfingu. Jafnframt hyggjast aðilarnir tveir vinna saman að stefnumótun um vísindarannsóknir og þróunarverkefni á sviði starfsendurhæfingar.

Óhætt er að segja að nýsköpun og vísindi blómstruðu á árinu og voru meðal annars birtar tvær vísindagreinar á árinu og haldnir fyrirlestra hérlendis sem og erlendis. Vísindagreinarnar voru kynntar á erlendum ráðstefnum í júlí 2017 og hlutu báðar verðlaun í kjölfarið.

Útgefnar vísindagreinar á árinu:

Árið 2017 var frekar annasamt hjá starfsfólki. Starfsmenn voru að venju duglegir að sækja sé menntun, enda það forsenda þeirrar faglegu starfsemi sem Janus endurhæfing stendur fyrir. Að undanskildri talsverðri innanhúss fræðslu á árinu, meðal annars um svefn og kvíða, þá fengum við sex utanaðkomandi aðila sem fræddu okkur og þar af einn erlendan, Tania L. Abramson sem fræddi okkur um kynferðismisnotkun. Elsa Bára sálfræðingur transteymisins kom og hélt fræðslu um endurhæfingu fyrir transfólk. Elfa Björt Hreinsdóttir sálfræðingur fræddi okkur um handleiðslu þverfaglegra teyma og var síðan með hóphandleiðslu fyrir starfsfólk. Auður Axelsdóttir forstöðumaður Geðheilsu eftirfylgdar fræddi okkur um valdeflingu. Rafn M. Jónsson verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og Sigurjón Kristjánsson sérfræðingur fræddu okkur um áhugahvetjandi samtal.


Skemmtilegar menningarheimsóknir hafa verið farnar á árinu eins og í Hitt húsið, Hlutverkasetur, Gallerý Fold, Hugarafl, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Bataskóla Íslands. Í október fékk Janus endurhæfing góða heimsókn frá Krafti, félagi ungs fólks með krabbamein og lögðum við þeim lið með því að perla með þeim armbönd.
Á árinu var einnig vor- og jólamarkaður haldinn í húsakynnum Janusar endurhæfingar og voru markaðirnir vel sóttir. Mikið af fallegum munum seldust sem þátttakendur gerðu yfir árið og rann allur ágóði í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar.


Stjórn og starfsfólk horfir björtum augum til ársins 2018. Starfsemin er í jafnvægi og góðu samstarfi við allar stofnanir og aðila sem starfsfólk vinnur með. Unnið er í upphafi nýs árs að fjórum mjög svo áhugaverðum nýsköpunar og þróunarverkefnum ásamt því að tvær nýjar vísindagreinar hafa í upphafi árs verið sendar frá Janusi endurhæfingu til birtingar á erlendum vísindavettvangi.

Prenta Netfang

Jólamarkaður - Þökkum stuðninginn


Janus endurhæfing hélt árlegan jólamarkað fimmtudaginn 7. desember síðastliðinn. Salan gekk ákaflega vel og var augljóst að endurnýtingar- og umhverfisvæna hugsunin sem viðhöfð er innan Janusar endurhæfingar fellur í góðan jarðveg. Sama var að segja um sölu kaffihússins sem aðeins er starfrækt þann dag sem markaðurinn er í gangi. Heitar vöfflur runnu ljúflega niður.

jolamarkadur 3


Við þökkum innilega öllum þeim sem komu á markaðinn og lögðu þannig styrktarsjóði Janusar endurhæfingar lið.

Prenta Netfang

Fleiri greinar...