Fréttasafnið

Tímamótasamningur, endurhæfing ungra fullorðna

Tímamótasamningur, endurhæfing ungra fullorðna

05.10.2023

Undirritaður hefur verið þríhliða samningur milli Janusar endurhæfingar, Sjúkratrygginga Íslands og Virk starfsendurhæfingarsjóðs um samþætta og þverfaglega heilbrigðis- og starfsendurhæfingarþjónustu við ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára með flókinn og fjölþættan vanda. Samningurinn er til tveggja ára og tryggir þjónustu fyrir 80 einstaklinga sem eru ekki í vinnu, virkni eða námi og þurfa sérhæfða einstaklingsmiðaða endurhæfingu til að efla virkni og starfsgetu. 

Hér er um tilraunaverkefni að ræða, varðandi aukna samþættingu endurhæfingarþjónustu milli ráðuneyta. Sérstök áhersla verður lögð á að vinnanáið með sérfræðingum innan hinna ýmsu kerfa, heilbrigðis- félags- og menntakerfisins, allt eftir þörfum einstaklingsins hverju sinni. Þetta samstarfog samráð við sérfræðinga innan hinna ýmsu kerfa er ætlað að gefa enn frekari möguleika á góðri, faglegri, heildrænni nálgun og samfellu í endurhæfingueinstaklingsins.

Þríhliða þjónustusamningurinn byggir á verkefninu Ungir fullorðnir – samvinnuverkefniJanusar endurhæfingar, Geðheilsuteyma, geðdeilda Landspítala, Þrautar og ÖnnuMaríu Jónsdóttir geðlæknis sem hófst í ágúst 2021 og hafði verið í undirbúningi frá árinu 2018. Hægt er að lesa meira um það verkefni hér.

Engin ummæli enn
Leit