Fréttasafnið
Sótt er um endurhæfingu í gegnum Virk starfsendurhæfingarsjóð. Heimilislæknar, félagsþjónustan, geðheilsuteymi heilsugæslunnar og geðdeild Landspítalans geta sótt um ef viðkomandi er á aldrinum 18-30 ára. Nauðsynlegt er að merkja tilvísunina ”NEET” og biðja um að tilvísunin sé skoðuð með það í huga hvort endurhæfing innan Janusar endurhæfingar henti. Við hér í Janusi endurhæfingu höfum ekki aðild að þeim tilvísunum sem berast eða úrvinnslu þeirra og því ekki áhrif á hverjir komast inn í endurhæfingu til okkar.
Ef frekari upplýsinga er óskað, er velkomið að hafa samband við fagstjóra okkar Eddu Rán Jónasdóttur í síma 514 9175.
Engin ummæli enn