Fréttasafnið
Það gleður okkur að tilkynna að Janus endurhæfing hefur nú sett nýja og uppfærða heimasíðu í loftið. Við erum afar ánægð með hana og vonum að þeir sem hana heimsækja þyki hún skýr og notendavæn.
Ein af nýjungum hjá okkur er að nú er Instagram síða Janusar endurhæfingar tengd við heimasíðuna. Stundataflan er aðgengilegri og auðveldara að nálgast námskeiðslýsingar á þeim námskeiðum sem eru í gangi hverju sinni. Til að sjá núverandi stundatöflu ýttu hér. Vefverslun styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar er enn í vinnslu en við stefnum að því að setja inn þær vörur sem eru til sölu sem allra fyrst. Við munum setja inn frétt þegar hún er orðin aðgengileg. Hægt er að lesa nánar um styrktarsjóðinn hér.
Að lokum viljum við þakka Snædal ehf fyrir gott samstarf og vel unnin störf á nýju heimasíðunni. Fyrir áhugasama er hægt að lesa nánar um fyrirtækið hér: https://snaedal.is/