Fréttasafnið
Vegna rauðrar veðurviðvörunar sem tekur gildi kl. 8:00 í fyrramálið verður lokað í Janus endurhæfingu á morgun, fimmtudaginn 6.febrúar. Öll námskeið og viðtöl í húsi falla því niður.
Starfsfólk mun vinna heima og geta þátttakendur náð í sína tengiliði í gegnum síma eða tölvupóst ef þörf er á. Nánari upplýsingar fást í síma 514-9175 eða með tölvupósti á mottaka@janus.is.
Hvetjum alla til að fara varlega.
Bestu kveðjur, Janus endurhæfing.
Engin ummæli enn