Fréttasafnið
Ýmsar heimsóknir og kynningar hafa átt sér stað í haust og í byrjun vetrar. Þar má t.d. nefna að þann 6. nóvember síðastliðinn var fræðslustund lækna á Reykjalundi og Grensás. Ómar Hjaltason forstöðulæknir Janusar endurhæfingar og Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri voru beðin um að kynna starsemina. Í framhaldi kynningarinnar fóru fram áhugaverðar og uppbyggilegar umræður varðandi endurhæfingu og möguleika innan sviðsins sem sameiginlegur áhugi er fyrir að taka lengra þegar færi gefst.
Þann 13. nóvember komu góðir gestir í heimsókn og kynntu sér starfsemina, félagsráðgjafar/ráðgjafar í virkni og ráðgjöf á skrifstofu ráðgjafar á velferðarsviði Kópavogs. Ánægjulegar umræður og skoðana skipti áttu sér stað sem gefa af sér til framtíðar.
- Talið frá vinstri á myndinni að ofan: Júlía Helga Jakobsdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Elín Thelma Róbertsdóttir, Berglind Kristjánsdóttir og Berglind Jónsdóttir frá velferðarsviði Kópavogs.
Engin ummæli enn