Tilvísanir
Samkvæmt lögum nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu hefur Virk starfsendurhæfingarsjóður umsjón með allri starfsendurhæfingu í landinu. Janus endurhæfing er með þjónustusamning við Virk starfsendurhæfingarsjóð og eiga allar beiðnir um atvinnutengda starfsendurhæfingu hjá Janusi endurhæfingu að berast þangað. Sjá nánar á heimasíðu Virk
Sé ekki þörf á starfsendurhæfingu heldur frekar hæfingu og þverfaglegri einstaklingsmiðaðri endurhæfingu og eftirfylgd fyrir ungmenni 18 til 30 ára sem ekki eru í skóla og hafa verið óvirk á vinnumarkaði síðustu 6 mánuði eða lengur er velkomið að senda tilvísun gegnum geðþjónustu Landspítalans eða aðra geðþjónustu innan heilbrigðisþjónustunnar.
Umsóknareyðublað má nálgast hér. Umsóknareyðublað þarf að prenta og fylla út. Sendist með bréfpósti til:
Janus endurhæfing
Skúlagötu 19
101 Reykjavík