Tilkynning vegna Covid

Vegna nýrra tilskipana vegna COVID-19 gildir eftirfarand frá og með 7. okt. 2020:

 • Námskeið verða ýmist haldin í húsnæði Janusar endurhæfingar eða í gegnum fjarfundarbúnað.
 • Einstaklingsviðtöl verða ýmist á Skúlagötunni eða fara fram í gegnum fjarfundarbúnaði allt eftir þörfum hverju sinni.
 • 2 metra reglan og grímuskylda gildir í öllu húsnæði Janusar endurhæfingar.
 • Einstaklingar sem sækja starfsendurhæfingu koma eingöngu í húsnæði Janusar endurhæfingar í bókuð viðtöl og námskeið.
 • Mikilvægt er að allir fari beint á þá hæð sem þeir eiga erindi á, ekki aðrar hæðir og dvelji þar aðeins á meðan á námskeiðum og viðtölum stendur.
 • Lokað verður fyrir kaffi og viðveru á kaffistofu og í eldhúsi.
 • Mikilvægt er að mæta á tilsettum tíma, ekki löngu fyrr.
 • Einstaklingur sem er í einangrun eða sóttkví – mætir ekki í Janus endurhæfingu.
 • Einstaklingur sem hefur verið í samskiptum við einstakling sem er í sóttkví – mætir ekki í Janus endurhæfingu ef einstaklingurinn í sóttkví  er með einhver COVID-19 einkenni.
 • Alls ekki mæta ef einhver veikindi gera vart við sig!
 • Hægt er að nálgast ýmiskonar fræðslu um COVID-19 á heimasíðu Embættis landlæknis.
 • Allar nánari upplýsingar fást í síma 514-9175 eða í gegnum tölvupóst og netfangið janus@janus.is á hefðbundnum opnunartíma.
Scroll to Top