Sumarmarkaður — Þökkum stuðninginn

Sumarmarkaður og happdrætti Janusar endurhæfingar 2019 var miðvikudaginn 3. júlí 2019. Á markaðnum voru seldir munir sem þátttakendur á Iðjubraut hafa hannað og útbúið svo sem draumfangarar, töskur, steyptir, hnýttir og tálgaðir hlutir af ýmsu tagi. Þema markaðarins var eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun.

 

Allur ágóði markaðar og happdrættis rann í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Sjóðurinn var stofnaður í apríl 2013 til að styrkja þátttakendur sem eru í tímabundinni fjárhagslegri neyð eftir að fullreynt hefur verið að þeir fái ekki frekari fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða hinu opinbera. Afar góð stemning skapaðist í kring um happdrætti sem boðið var upp á enda vinningar einstaklega veglegir. Fjölmörg fyrirtæki styrktu okkur með fallegum og eftirsóknarverðum vinningum. Í raun erum við orðlaus yfir velvild þeirra fyrirtækja sem við leituðum til og færum þeim 66 fyrirtækjum enn og aftur okkar innilegustu þakkir:

Messinn Arion banki Verkfæralagerinn
Valdís Black box Handverkshúsið
Whales of Iceland Laugar spa B-pro
Special tours Klifurhúsið Brandson
Brauð og co. Adrenalíngarðurinn Laugarásbíó
Fiskfélagið Salatbarinn 4×4 adventures
3 Frakkar Reebok fitness Fitnestic
Sjávargrillið  Hreysti Kaffitár
Gryfjan Casa Hótel Selfoss
17 sortir Nova Hótel Örk
Saga museum MS Laugarvatn Fontana
Nauthóll The Gastro truck Ólaskógur
Löður Bón og þvottastöðin Tölvutek
Tulipop Áman Funshine 
Matarkjallarinn Regalo KúMen
Blue lagoon Keiluhöllin Módelskartgripir
Tapas barinn Margt smátt  
Elding Eldum rétt  
Listasafn Reykjavíkur Gullsmiðja Óla  
Kringlukráin YOYO ís  
Prentsmiðurinn Eins og fætur toga  
Hársnyrtistofa Dóra Smárabíó  
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Lín design  
Ásbjörn Ólafsson Heilsa og Útlit  
Perlan Lindex
Scroll to Top