Sumarmarkaður og happdrætti Janusar endurhæfingar 2019 var miðvikudaginn 3. júlí 2019. Á markaðnum voru seldir munir sem þátttakendur á Iðjubraut hafa hannað og útbúið svo sem draumfangarar, töskur, steyptir, hnýttir og tálgaðir hlutir af ýmsu tagi. Þema markaðarins var eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun.
- All
- Gallery Item



Allur ágóði markaðar og happdrættis rann í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Sjóðurinn var stofnaður í apríl 2013 til að styrkja þátttakendur sem eru í tímabundinni fjárhagslegri neyð eftir að fullreynt hefur verið að þeir fái ekki frekari fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða hinu opinbera. Afar góð stemning skapaðist í kring um happdrætti sem boðið var upp á enda vinningar einstaklega veglegir. Fjölmörg fyrirtæki styrktu okkur með fallegum og eftirsóknarverðum vinningum. Í raun erum við orðlaus yfir velvild þeirra fyrirtækja sem við leituðum til og færum þeim 66 fyrirtækjum enn og aftur okkar innilegustu þakkir:
Messinn | Arion banki | Verkfæralagerinn |
Valdís | Black box | Handverkshúsið |
Whales of Iceland | Laugar spa | B-pro |
Special tours | Klifurhúsið | Brandson |
Brauð og co. | Adrenalíngarðurinn | Laugarásbíó |
Fiskfélagið | Salatbarinn | 4×4 adventures |
3 Frakkar | Reebok fitness | Fitnestic |
Sjávargrillið | Hreysti | Kaffitár |
Gryfjan | Casa | Hótel Selfoss |
17 sortir | Nova | Hótel Örk |
Saga museum | MS | Laugarvatn Fontana |
Nauthóll | The Gastro truck | Ólaskógur |
Löður | Bón og þvottastöðin | Tölvutek |
Tulipop | Áman | Funshine |
Matarkjallarinn | Regalo | KúMen |
Blue lagoon | Keiluhöllin | Módelskartgripir |
Tapas barinn | Margt smátt | |
Elding | Eldum rétt | |
Listasafn Reykjavíkur | Gullsmiðja Óla | |
Kringlukráin | YOYO ís | |
Prentsmiðurinn | Eins og fætur toga | |
Hársnyrtistofa Dóra | Smárabíó | |
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Lín design | |
Ásbjörn Ólafsson | Heilsa og Útlit | |
Perlan | Lindex |