Sumarmarkaður Janusar endurhæfingar

Sumarmarkaður Janusar verður haldinn 3. júlí kl. 11:30 – 16:30, Skúlagötu 19.


Á markaðnum verða seldir munir sem þátttakendur á Iðjubraut hafa útbúið, svo sem draumfangara, töskur og tálgaðir hlutir af ýmsu tagi. Þema markaðarins er eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun.
Afar veglegt happdrætti verður á markaðnum og vinningar ekki af verri endanum, fjölmörg fyrirtæki hafa styrkt okkur með glæsilegum vinningum.

Allur ágóði markaðar og happdrættis rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Sjóðurinn var stofnaður í apríl 2013 til að styrkja þátttakendur sem eru í tímabundinni fjárhagslegri neyð eftir að fullreynt hefur verið að þeir fái ekki frekari fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða hinu opinbera.

Scroll to Top