Sumarmarkaður og happdrætti Janusar endurhæfingar 2022 var haldinn fimmtudaginn 23. júní síðastliðinn. Á markaðnum voru seldir listmunir sem þátttakendur hafa hannað og útbúið svo sem póstkort, myndir, fuglahús, prjón, hekl, lampar, steypt, hnýtt og tálguð listaverk af ýmsu tagi. Þema markaðarins var eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun.
Afar góð stemning skapaðist á sölunni svo ekki sé minnst á kaffihúsið sem bauð upp á fjölbreyttar framúrskarandi veitingar og notalega músík. Allur ágóði markaðarins, kaffihússins og happdrættisins rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar sem nýtist þátttakendum í fjárhagslegri neyð.

Fjölmörg fyrirtæki styrktu okkur með fallegum og eftirsóknarverðum vinningum. Í raun erum við orðlaus yfir velvild allra sem við leituðum til og færum þeim enn og aftur okkar innilegustu þakkir:
-
Fyrir Ísland
-
Handverkshúsið
-
Dressmann
-
Elding
-
Flatey Pizza
-
Sporthúsið
Katla
Bónus
Klifurhúsið
Dominos
Adrenalíngarðurinn
- Rekstrarvörur
Matarkjallarinn
Fiskfélagið
Brauð & Co
Fætur toga
Black Box Pizza
Eldum rétt