Námstækni
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem óska eftir stuðningi í námi og vilja bæta lífsgæði og ná jafnvægi í daglegu lífi samhliða náminu. Áhersla verður lögð á þá grunnþætti sem eru mikilvægir til að byggja upp styðjandi rútínu og takast á við breytingar. Gengið er út frá námstækni og hugmyndafræði iðjuþjálfunar Moho – Model of human occupation. Lögð er áhersla á að fræða og styðja einstaklinga á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í rólegu umhverfi til að takast á við nám.
Á námskeiðinu verður notast við fræðsluefni og verkefni.
Námskeiðið er í umsjón Sigríðar Pétursdóttur iðjuþjálfa og markþjálfa og Elsu Sveinsdóttur félagsráðgjafa.
Til sölu eru 12 pláss.

Námstækni
Námstækni er námskeið fyrir einstaklinga sem annað hvort eru að stefna í nám eða eru í námi.
Lögð verður áhersla á:
- Tímastjórnun: mikilvægi tímastjórnunar, forgangsröðunar, markmiðasetningar og skipulags í námi. Fjallað verður um frestun og verkfæri sem hægt er að nýta sér til skipulags. Einnig verður farið yfir hvar maður nálgast upplýsingar um námið sitt s.s innri netvefir, kennsluskrár, bókalistar, stundaskrár ofl.
- Staðnám og fjarnám: fjallað verður um ólíkar kröfur til nemenda eftir því hvort þeir eru í staðnámi eða fjarnámi.
- Heilbrigður lífstíll: mikilvægi þess að huga að grunnþáttum heilbrigðis þegar maður er í námi s.s hreyfingu, næringu og svefn
- Prófkvíði og námsörðugleikar: fjallað verður um hvað veldur prófkvíða og leiðir til þess að draga úr honum. Farið yfir námsörðugleika og hvaða verkfæri eru í boði til aðstoðar (t.d lengri próftími og hljóðbækur)
- Vinnuumhverfi: hverju þurfum við að huga að til að skapa góða lærdómsaðstöðu s.s skrifborð og stóll, birta og hitastig.
- Námstækni: farið verður yfir námsaðferðir sem nemendur nýta sér til að læra t.d glósur, lestur, minnisaðferðir ofl. Einnig þær kröfur sem hópavinna gerir til nemenda og fá þátttakendur tækifæri til að svara spurningakönnun til að kanna hvar þeirra styrkleikar og veikleikar liggja í námi.
- Framfærsla í námi: farið verður yfir hvaða leiðir nemendum standa til boða til að framfleyta sér á meðan á námi stendur.
Viðvera:
Námskeiðið er í 5 vikur frá 11. janúar – 8. febrúar. Kennt er á miðvikudögum frá kl 10:00-12:00 á Skúlagötu 19. 4.hæð.
Skilyrði
– Vera að huga að, eða vera í námi eftir grunnskólanám, s.s. framhaldsskóla- eða háskólanámi.
Verð
– Námstækni: 51.000 kr fyrir einstakling.
Innifalið
– Námsefni
– Kaffi og te
Umsóknarferli
– Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á namskeid@janus.is. Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.