Rýnt í rófið

Námskeiðið Rýnt í rófið er ætlað fólki sem er með greinda einhverfurófsröskun eða grunur er um það. Farið verður yfir helstu einkenni einhverfu, eins og félagslegt samspil, mál og tjáningu og sérkennilega og/eða áráttukennda hegðun. Einnig verður farið yfir þætti sem tengjast óhefðbundnum taugaþroska sem hefur áhrif á skynúrvinnslu, framkvæmdafærni og fleira. Þar að auki verður sýnd kvikmynd og/eða brot úr þáttaröðum með einhverfum sögupersónum.  

Samhliða fræðslunni er þátttakendum frjálst að tjá sig og deila eigin reynslu og áhugamálum. Þátttakendur geta með því að deila og hlusta á aðra orðið stuðningur fyrir hvert annað.

Tilgangur námskeiðsins er að fræða um einkenni einhverfu og hvernig þau geta haft áhrif á daglegt líf.

Námskeiðið er í umsjón Elísabetar Þórðardóttur sálfræðings og einhverfuráðgjafa og Lenu Rutar Olsen iðjuþjálfa og PCC markþjálfa.  


Viðvera:

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur. Frá 12. apríl til 24. maí. Kennt er á miðvikudögum frá kl 10:00-12:00.

 

Skilyrði

– Greind einhverfurófsröskun eða grunur um það.

Verð

– 61.000 kr fyrir einstakling.

– 52.000 kr fyrir félaga í Einhverfusamtökunum.

Innifalið

– Námsefni.

– Kaffi og te í pásum.

Umsóknarferli

Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á janus@janus.is.  Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.

Scroll to Top