• 166
 • 1IMGP3299
 • 1IMGP8912
 • 1L1140609
 • 1L1140611
 • 1L1160932
 • 1L1160935
 • 1P1020822
 • 1taekniskolinn
 • AL1140608
 • AL1160730
 • AL1160953
 • AL1160956
 • AP1030112
 • AP1030459
 • IMGP2983
 • IMGP3267
 • IMGP3292
 • IMGP3312
 • IMGP3323
 • IMGP3813
 • IMGP5645
 • IMG_4446
 • L1140377
 • L1140430
 • L1140545
 • L1140551
 • L1140552
 • L1140554
 • L1140555
 • L1140557
 • L1140558
 • L1140560
 • L1140563
 • L1140568
 • L1140594
 • L1140596
 • L1140613
 • L1140616
 • L1160722
 • L1160733
 • L1160745
 • L1160926
 • L1160927
 • L1160928
 • L1160930
 • L1160931
 • L1160937
 • L1160942
 • L1160944
 • L1160945
 • L1160946
 • L1160962
 • Nmskeid
 • P1020835
 • P1030316
 • P1030830
 • berglind_asgeirs
 • skogarferd
 • vorduskoli

Velkomin eftir sumarfrí


Við bjóðum alla þátttakendur velkomna eftir sumarfrí. Spennandi tímar eru framundan enda mörg skemmtileg námskeið í boði hjá okkur eins og flest ykkar hafa fengið kynningu á.

Hægt er að að skoða hvaða námskeið eru í boði í Janusi Manager þar sem mælitækjum er svarað, skráning fer líka fram þar eftir að hafa rætt það við tengiliði. Tíma og staðsetningu námskeiða er hægt að fylgjast með hér á heimasíðu okkar í hliðarglugganum undir dagskrá og viðburðir. Einnig er hægt að nálgast yfirlit um öll námskeið undir ,,Námskeið og viðburðir'' hér á heimasíðuna í fréttinni ,,Námskeið og viðburðir í Janusi endurhæfingu sept. 2017 til des. 2017'' eða með því að smella hér.

Minnum alla þátttakendur á að fá aðgang að neti Janusar endurhæfingar í móttökunni en þannig komist þið inn á Janus Manager gegnum farsíma ykkar þegar þið eruð hjá okkur. Einnig er að sjálfsögðu áfram hægt að nota hinar ýmsu tölvur okkar.

janus blom lagad

Prenta Netfang

Janus endurhæfing þakkar góðar viðtökur á verðlaunafyrirlestrum


Við í Janusi endurhæfingu viljum þakka góðar viðtökur sem við fengum á verðulaunafyrirlestrum okkar þann 11. ágúst síðastliðinn. Áhugi og aðsókn voru framar vonum og var ánægjulegt að fá að deila þeirri nýsköpun og þróun sem hefur átt sér stað innan Janusar endurhæfingar með gestum.

Enn og aftur takk kærlega fyrir okkur. 

SOH JE Fyrirlestur

Prenta Netfang

Verðlaunafyrirlestrar haldnir 11. ágúst - Skráning hafin


Janus endurhæfing hefur undanfarið fengið mikla athygli á erlendum vettvangi fyrir nýsköpun og rannsóknir. Í framhaldi af því hefur verið ákveðið að gefa starfsmönnum, þátttakendum og utanaðkomandi tækifæri til þess að hlýða á verðlaunafyrirlestra sem fjalla um þær nýjungar sem vekja hvað mesta athygli.

Sæmundur Óskar Haraldsson iðnaðarverkfræðingur í Skotlandi og fyrsti höfundur rannsóknanna heldur neðangreind erindi.

 • Föstudagurinn 11. ágúst kl. 13:00-15:00, 4. hæð í Janusi endurhæfingu á Skúlagötu 19, 101 Reykjavík.

Starfsmenn, þátttakendur og utanaðkomandi geta skráð sig hér. Aðgangur er ókeypis en mikilvægt er að skrá sig sem fyrst.

Fyrirlestrarnir fara fram á ensku en allar umræður fara fram á íslensku. Dagskráin er eftirfarandi:

Kynnt verður sérsniðið tölvukerfi fyrir endurhæfingu, sem notar sjálfvirka forritun til að viðhalda sjálfu sér. Á vinnutíma er tölvukerfið notað í daglegum rekstri af sérfræðingum, til þess að halda utan endurhæfingu þátttakenda. Í lok dags þegar síðasti starfsmaður skráir sig út heldur tölvukerfið áfram að vinna og sjálfgreinir sig út frá skráðum notendamynstrum. Það býr til gögn til prófunar útfrá notendamynstri dagsins og notar svo Genetic Improvement til þess að laga öll skráð villuskilaboð. Á fyrstu 6 mánuðunum fann viðmótið, skráði og lagaði 22 villur. Aðferðin hefur reynst kröftug til þess að laga og þróa forrit sem eru þegar komin í daglegan rekstur.

JM best paper

Völvan er spálíkan sem byggist á gervigreind, eitt fyrsta sinnar tegundar sem notað er í endurhæfingu sem stuðningstæki fyrir starfsmenn. Áhrifaþáttum, sem gætu hugsanlega haft áhrif á árangur, brottfall og líklega endurhæfingarlengd er varpað upp hjá hverjum og einum einstaklingi. Tíu helstu þeirra eru dregnir fram af 160 ólíkum breytum og samspil þeirra sem eru ólíkt milli einstaklinga. Starfsmenn geta allt frá upphafi endurhæfingar skoðað spá einstaklingsins og fylgst síðan reglulega með henni þar sem spáin uppfærist reglulega. Þetta getur verið sérstaklega áhugavert þegar breytingar eiga sér stað ásamt því þegar mælitæki hafa verið tekin. Völvan er hlutlaus, enda byggist hún eingöngu á þeim gögnum sem fyrir liggja og gerir starfsmönnum kleift að bregðast við fyrr en ella, þar sem erfitt og oft ómögulegt er að koma auga á áhrifaþætti og hvar/hvenær er mest þörf á að grípa inn í.

Búið er að sannreyna Völvuna og fjallar ofangreind vísindagreinin um þær niðurstöður. Völvan sýndi framúrskarandi árangur, þar sem spáin náði allt að 100% nákvæmni. Þetta er í fyrsta skipti sem Genetic Improvement er notað í spálíkan, til þess að bæta nákvæmi líkansins.

bestpaper

Prenta Netfang

Fleiri greinar...