Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Contact

Position:
Sálfræðingur

Miscellaneous Information

Miscellaneous Information:

Elísabet Þórðardóttir hóf störf hjá Janusi endurhæfingu 1.apríl 2018. Hún fékk starfsleyfi sem sálfræðingur á Íslandi árið 1997 og í Noregi árið 2011. Elísabet lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og Cand. Psychol. námi frá Háskólanum í Bergen árið 1997. Einnig lauk hún Norrænu meistaranámi í öldrunarfræðum frá Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands í september 2015.

Elísabet starfaði hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins á árunum 2007-2014, við greiningu og ráðgjöf vegna þroskafrávika eins og einhverfurófsröskunar og þroskahömlunar. Hún hefur einnig unnið sem sálfræðingur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Þroska og hegðunarstöð og Skogli endurhæfingarstöð í Lillehammer, Noregi. Elísabet hefur sótt fjölda námskeiða er tengjast einhverfurófsröskun, notkun greiningartækja og HAM meðferðar. 

© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |