Vísindagreinar og ítarefni á PDF

Ánægjulegt er að greina frá því að fyrsta vísindagrein sem Janus endurhæfing á aðkomu að varðandi endurhæfingu út í náttúrunni fékkst samþykkt ti birtingar í ágúst 2021.

Fjallað er um vísindalega uppbyggingu og skipulag náttúruheilsugarðs sem verður að Hrafnhólum undir Móskarðshnjúkum sem er í u.þ.b. 25 mín akstri frá ReykjavíkÞar mun fara fram læknisfræðileg starfsendurhæfing í samvinnu við núttúruna, umhverfi og dýralíf.

Frá árinu 2004 hefur Janus endurhæfing unnið að undirbúningi þessarar náttúrutengdu endurhæfingar með Önnu Maríu Pálsdóttur Phd,  Arnóri Víkingssyni og Vilmundi Guðnasyni Phd. Styttist nú í að þessi tímamóta endurhæfing verði að veruleika. Endurhæfing byggð á sannreyndum aðferðum aðlöguð að íslensku samfélagi og náttúru.

Með góðfúslegu leyfi AHTA Journal of Therapeutic Horticulture fær Janus endurhæfing að birta greinina á heimasíðu okkar. Hægt er að nálgast hana hér:  Conceptual Biophilic Design In Landscape Architecture – A Design Concept For A Health Garden In Iceland

Nýsköpun: Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari?

Ánægjulegt er að greina frá því að ný vísindagrein frá Janusi endurhæfingu er birt í Læknablaði júní mánaðar. Hægt er að lesa greinina með því að smella hér.

Eftirfarandi er ágrip greinarinnar:

Eftirspurn eftir starfsendurhæfingu á Íslandi hefur aukist síðastliðin ár og aðsókn ungs fólks þar hlutfallslega mest. Miklu máli skiptir að fjármunum samfélagsins sé vel varið án þess að gæði og þjónusta skerðist. Sú spurning vaknar því hvort gervigreind geti stuðlað að aukinni skilvirkni þessa geira. Nýsköpunarverkefni um þróun, prófun og innleiðingu á gervigreindarhugbúnaðinum Völvunni var innleitt í starfsemi Janusar endurhæfingar. Spár Völvunnar gefa meðal annars vísbendingar um hvar einstaklingur gæti hugsanlega þurft aðstoð og gefa sérfræðingum tækifæri til að bregðast við og gera viðeigandi ráðstafanir í meðferð. Nákvæmni, næmi og hittni Völvunnar hefur reynst vera framúrskarandi í tveimur rannsóknum þar sem tekist hefur að koma auga á dulin mynstur í aðstæðum skjólstæðinga sem gætu haft áhrif á endurhæfingarferlið. Völvan virðist því lofa góðu sem verkfæri í einstaklingsmiðaðri endurhæfingu þar sem fólk glímir við þung og flókin vandamál. Innan Janusar endurhæfingar er verið að innleiða Völvuna sem hlutlausan teymismeðlim. Markmið greinarinnar er að kynna Völvuna og rannsóknir tengdar henni.

Predicting Changes in Quality of Life for Patients in Vocational Rehabilitation

Ný vísindagrein Predicting Changes in Quality of Life for Patients in Vocational Rehabilitation hefur verið birt frá Janusi endurhæfingu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnunni IEEE Conference on Evolving and Adaptive Intelligent Systems EAIS 2018 í lok maí mánaðar.

Rannsóknarspurningin var hvort hægt sé að spá fyrirfram, með því að nýta gervigreind, um niðustöður næstu mælinga mælitækisins heilsutengdra lífsgæða. Niðurstaðan er að það er hægt og að jafnaði 6 mánuðum áður en spurningarlistanum er svarað.
Þessi niðurstaða er hugsanlega enn einn liðurinn í því að geta veitt einstaklingum sem á þurfa að halda betri endurhæfingu, opnar möguleika á því að grípa fyrr inn í. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast greinina með því að smella hér.

Janus endurhæfing, hlutverk sjúkraþjálfara í einstaklingsmiðaðri starfsendurhæfingu.

Ný vísindagrein hefur verið birt frá Janusi endurhæfingu Janus endurhæfing, hlutverk sjúkraþjálfara í einstaklingsmiðaðri starfsendurhæfingu. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast greinina með því að smella hér

Eftirfarandi er ágrip greinarinnar:
Janus endurhæfing er læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing þar sem þverfaglegt teymi sérfræðinga aðstoða þátttakendur aftur út á vinnumarkaðinn. Flestir þátttakendur glíma við flókin og fjölþætt vandamál bæði andleg og/eða líkamleg. Þeir þarfnast starfsendurhæfingar sem er aðlöguð að mismunandi þörfum þeirra. Starfsemin tekur tillit til þessara þarfa meðal annars með því að bjóða upp á mismundandi brautir. Þróun hefur átt sér stað innan starfseminnar meðal annars er fyrirtækið brautryðjandi í notkun gervigreindar innan starfsendurhæfingar. Hlutverk sjúkraþjálfara í endurhæfingunni hefur þróast í takt við breytta tíma, en snýr í dag að mestum hluta að fræðslu og þjálfun í hóp, auk einstaklingsmeðferða.

The Use of Predictive Models in Dynamic Treatment Planning

Völvan er spálíkan sem byggist á gervigreind, eitt fyrsta sinnar tegundar sem notað er í endurhæfingu sem stuðningstæki fyrir starfsmenn. Áhrifaþáttum, sem gætu hugsanlega haft áhrif á árangur, brottfall og líklega endurhæfingarlengd er varpað upp hjá hverjum og einum einstaklingi. Tíu helstu þeirra eru dregnir fram af 160 ólíkum breytum og samspil þeirra sem eru ólíkt milli einstaklinga. Starfsmenn geta allt frá upphafi endurhæfingar skoðað spá einstaklingsins og fylgst síðan reglulega með henni þar sem spáin uppfærist reglulega. Þetta getur verið sérstaklega áhugavert þegar breytingar eiga sér stað ásamt því þegar mælitæki hafa verið tekin. Völvan er hlutlaus, enda byggist hún eingöngu á þeim gögnum sem fyrir liggja og gerir starfsmönnum kleift að bregðast við fyrr en ella, þar sem erfitt og oft ómögulegt er að koma auga á áhrifaþætti og hvar/hvenær er mest þörf á að grípa inn í.

Búið er að sannreyna Völvuna og fjallar ofangreind vísindagreinin um þær niðurstöður. Völvan sýndi framúrskarandi árangur, þar sem spáin náði allt að 100% nákvæmni. Þetta er í fyrsta skipti sem Genetic Improvement er notað í spálíkan, til þess að bæta nákvæmi líkansins. Greinin var kynnt og hlaut verðlaun á málþinginu ICTS4eHealth 2017, hægt er að nálgast greinina hér.

Fixing Bugs in Your Sleep: How Genetic Improvement Became an Overnight Success

Fixing Bugs in Your Sleep: How Genetic Improvement Became an Overnight Success er nú aðgengileg á netinu. Mikill áhugi hefur skapast kringum þróunina á Janus Manager sem er sérhannað tölvukerfi Janusar endurhæfingar og heldur utan um alla starfsemina. Þessi vísindagrein er afrakstur þróunarinnar og er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem Genetic Improvement of Software er notað í lifandi tölvukerfi. Greinin var kynnt og hlaut verðlaun á málþingi á GECCO 2017 í Berlin.

The Use of Automatic Test Data Generation for Genetic Improvement in a Live System

The Use of Automatic Test Data Generation for Genetic Improvement in a Live System er vísindagrein sem fjallar um uppbyggingu og þróun á Janus Manager, sem er sérhannað tölvukerfi Janusar endurhæfingar. Greinin var kynnt á ráðstefnunni SBST í Argentínu 2017. Hægt er að nálgast greinina með því að smella hér.

Determinants of outcome of vocational rehabilitation

Í lok ársins 2016 birtist vísindagrein frá Janusi endurhæfingu í kandadíska vísindatímaritinu Work. Greinin heitir Determinants of outcome of vocational rehabilitation og er hægt að lesa hana með því að smella hér fyrir ofan. Endanleg útgáfa finnst á eftirfarandi slóð/The final publication is available at IOS Press through http://dx.doi.org/10.3233/WOR-162436

Starfsendurhæfing: Geðræn vandamál og félagsráðgjöf

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að athuga hvernig félagsráðgjafar starfa innan starfsendurhæfingar og hvernig starfsendurhæfing nýtist einstaklingum með geðræn vandamál. Hægt er að nálgast rigerðina á eftirfarandi slóð: http://hdl.handle.net/1946/17942

Skýrsla Landlæknisembættis – Úttekt á starfsemi Janusar endurhæfingar

Endurskoðuð útgáfa 21.12.2012 af skýrslu Embættis landlæknis sem gerð var í september 2012

Grein í Læknablaðinu desember 2012

Kristín Siggeirsdóttir um “Janusar aðferðafræðin”

Viðtal birt í Fréttablaðinu þann 19 desember 2012

Rætt við Kristínu Siggeirsdóttur

Viðtal birt í Birtu 13.tbl. 2011 1-7 apríl

Valgerður Helga Björnsdóttir hefur verið með félagsfælni en ákvað að sigrast á henni.

Grein um janus er birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. júní 2008

Fátækt ekki tilkomin með kreppunni
Sjálfshjálp í fjármálum er metnaðarmál þátttakenda í Janus endurhæfingu en á þeim bænum vinna menn markvisst að því að komast aftur út í atvinnulífið.

Endurhæfing fyrir atvinnuþátttöku. Læknablaðið 2009. 3. tbl.

“Í mínum huga er það besti hugsanlegur árangur að hitta einhvern úti í atvinnulífinu, glaðbeittan og jákvæðan, eftir að hafa komið niðurbrotinn til endurhæfingar, rúinn sjálfstrausti og sannfærður um að eiga ekki afturkvæmt út á vinnumarkaðinn eða í nám. Þetta veitir manni sérstaka ánægjutilfinningu og sannfærir mann um að starfið hér skilar áþreifanlegum árangri,” segir Guðmundur að lokum og undir það taka þau Ómar og Kristín.

Atvinnuendurhæfing: Hvað svo? Háskóli Íslands 2008.

Í þessu rannsóknarverkefni Sigrúnar Heiðu Birgisdóttur, er fjallað um einstaklinga sem lokið hafa atvinnuendurhæfingu hjá Janus endurhæfingu og eru komnir út á hinn almenna vinnumarkað.

Atvinnuendurhæfing: Sjónarhorn og reynsla þátttakenda. Háskóli Íslands 2008.

Þessi ritgerð, Önnu Guðnýjar Eiríksdóttur segir frá eigindlegri rannsókn á valdeflingu (e: empowerment) í atvinnuendurhæfingu sem fram fór á árunum 2006 og 2007. Sjónum var beint að atvinnuendurhæfingu hjá Janus endurhæfingu ehf. og reynslu þátttakenda af henni.

Aftur í vinnu eða nám: Sjónarhorn notenda. Háskólinn á Akureyri 2007.

Í þessari rannsókn Sólveigar Gísladóttur iðjuþjálfa og Magnfríðar Sigurðardóttur iðjuþjálfa er leitast við að svara   spurningunum: Hvað er það sem hjálpar fólki aftur í vinnu eða nám að lokinni starfsendurhæfingu? Með hvaða hætti nýtist hjálpin?

Atvinnuendurhæfing í þjóðfélagsins þágu. Iðjuþjálfinn 1.tbl. 2007.

Það voru iðjuþjálfar sem mótuðu hugmyndafræði Janusar endurhæfingar, undirbjuggu og skipulögðu starfsemina. Ákveðið var að tengja endurhæfinguna framhaldsskóla þar sem þátttakendur hefðu möguleika á að auka við menntun sína ásamt líkamlegri og andlegri uppbyggingu.

Leiðir, upplýsingar um úrræði og þjónustu. Landspítali 2007.

Leiðir er bók sem er opin öllum og er vegvísir um þau úrræði, sem standa einstaklingum með geðröskun og aðstandendum þeirra til boða innan geðsviðs Landspítalans, á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra og á fleiri stöðum í Reykjavík og nágrenni. Þá mun hún einnig nýtast nemendum og starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu til glöggvunar.

Hetjur morgundagsins. MS blaðið 1.tbl. 2006.

Janus endurhæfing ehf. hefur frá árinu 2000 unnið merkilegt starf við að koma fólki, sem glímir við sjúkdóma eða hefur orðið fyrir annars konar áföllum, aftur út á vinnumarkaðinn. Þar eru í forsvari Kristín Siggeirsdóttir iðjuþjálfi og Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi, og þær kalla skjólstæðinga sína hetjur morgundagsins.

Samþætting reynslu, þekkingar og þjónustu. Tímarit Öryrkjabandalagsins 1.tbl 2005.

Haustið 2004 afhenti forseti Íslands Janusi endurhæfingu ehf. Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar, verðlaunin voru veitt fyrir framúrskarandi starf á sviði starfsmenntar. Við það tilefni sagði Kristín
Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Janusar, starfið beinast að því að virkja getu hvers og eins til að takast á við framtíðina.

A new approach in vocational rehabilitation in Iceland: Preliminary report. Work 22 (2004).

The lack of vocational rehabilitation in Iceland inspired the Janus Rehabilitation initiative in the year 2000. The team currently consists of two occupational therapists, a social worker, a physiotherapist, a psychologist, and a physician. Janus uses resources from local education establishments and is located at the Reykjavík Technical School.

Atvinnuendurhæfing og sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfarinn 2004.

Hér er gerð grein fyrir tilurð og starfsemi Janusar endurhæfingar ehf. og hlutverki sjúkraþjálfara sem eru starfandi hjá fyrirtækinu.

Atvinnuendurhæfing, samstarf heilbrigðis og menntakerfis, Glæður 2. tbl. 2004.

Skortur á úrræðum í atvinnuendurhæfingu og fjölgun örorkulífeyrisþega var kveikjan að Janusi endurhæfingu. Hugmyndin var að sameina krafta sem flestra aðila í þjóðfélaginu þannig að hægt yrði að bjóða upp á samræmda þjónustu í atvinnuendurhæfingu.

Janus endurhæfing-valkostur við örorku. Samiðnarblaðið 2. tbl 2004.

Aðalatriðið er að hér tekur hver um sig til í eigin lífi. Margir þátttakendanna eru útskrifaðir frá læknum en ekki nógu frískir til að stökkva út í atvinnulífið. Við erum ekki í hvítum sloppi, þetta er ekki venjuleg stofnun. Við einblínum ekki á vandamálin heldur lausnirnar, hið fríska í einstaklingunum. Hver og einn er sérfræðingur í sjálfum sér, skipstjóri í sinni brú, en við erum til aðstoðar og reynum að horfa á alla myndina.

Starfsmenntaverðlaun 2004. Fréttablaðið 15. september 2004.

Við erum að virkja getu hvers og eins til að takast á við framtíðina. Markmiðið hjá okkur er að aðstoða fólk sem misst hefur vinnuna vegna andlegra eða líkamlegra áfalla.

Bjargirnar sem hver býr yfir, Mbl. 17. janúar 2003.

Bifvélavirki, sem greindist með hættulegan erfðagalla, vélstjóri á frystitogara, sem varð fyrir vinnuslysi, og kona, sem vann við heimilishjálp, en var úrskurðuð öryrki vegna ofnæmis og psoriasis, stóðu skyndilega frammi fyrir því að geta ekki unnið sitt gamla starf. Ástæður þess að margir standa í sömu sporum eru mismunandi, en þeim eru þó ekki endilega allar bjargir bannaðar.

Hvatning á starf okkar. Efling fréttablað 5.tbl 2003.

Ég held að þetta verði að teljast mjög góður árangur, á ekki lengri tíma og hlýtur að virka sem hvatning á okkur sem störfum hjá Janus Endurhæfingu og þá aðila sem við störfum fyrir. Þetta segir Kristín Siggeirsdóttir hjá Janus Endurhæfingu í viðtali við Fréttablað Eflingar, en af 60 einstaklingum sem farið hafa í atvinnuendurhæfingu frá árinu 2000, hafa 15 náð þeim árangri að komast aftur í vinnu, einn er á vernduðum vinnustað og 8 eru í námi. Við spyrjum Kristínu nánar um Janus Endurhæfingu og þetta mikilvæga verkefni.

Scroll to Top