Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Endurhæfingarbrautirnar


Einstaklingar þurfa mismunandi stuðning og nálgun til þess að ná betri heilsu og vinnufærni. Þess vegna býður Janus endurhæfing upp á þrjár mismunandi endurhæfingabrautir: Iðjubraut, Heilsu- og Skólabraut og Vinnubraut. Kröfur á hverri braut eru misjafnar og getur þátttakandinn fært sig á milli þeirra allt eftir gangi endurhæfingarinnar.


Hornsteinn

Á öllum endurhæfingabrautum starfa þverfagleg teymi. Hver þátttakandi er í samvinnu við tengilið sem heldur utan um endurhæfinguna með honum. Tengiliðir vinna í þverfaglegum teymum. Í teymunum eru félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, læknar, sálfræðingar og sjúkraþjálfari auk leiðbeinenda á Iðjubraut.


Í boði utan dagskrár á hverri braut

Auk fastrar dagskrár á hverri braut býðst þátttakendum þéttur stuðningur tengiliða sem eru iðjuþjálfar og félagsráðgjafar þverfaglega teymisins. Einnig viðtöl við lækna Janusar endurhæfingar, einstaklingsmeðferð sálfræðinga, hópmeðferðir sálfræðinga, fjármálanámskeið, áhugasviðskönnun, fjölskylduráðgjöf, sjúkraþjálfun, líkamsrækt undir stjórn sjúkraþjálfara og aðstoð næringarfræðings svo nokkuð sé nefnt.

 

Mat á stöðu einstaklings

Boðið er upp á 1-3 mánaða þverfaglegt mat. Sérfræðingar meta raunhæfni einstaklingsins til þess að sinna starfsendurhæfingu m.a. út frá; mætingum, stundvísi, ábyrgð, samvinnu, áhugahvöt, getu og vilja til að taka leiðbeiningum, samskiptahæfni, eigin umhirðu, rútínu, markmiðssetningu, skipulagningu, frumkvæði svo eitthvað sé nefnt. Hin ýmsu mælitæki eru einnig nýtt við þetta mat.

Matið er fyrir einstaklinga:

  • þar sem geta og áhugahvöt til starfsendurhæfingar er óljós.
  • sem hafa sjúkdómsgreiningu/-ar þar sem óvíst er um getu til starfsendurhæfingar.
  • sem hafa óljós markmið.
  • sem erfitt er að meta og nauðsynlegt er að hafa góðan tíma til þess.

brautir JE

Iðjubraut

Iðjubraut er annarsvegar fyrir einstaklinga sem eiga langt í land varðandi það að geta horft til vinnumarkaðar eða náms og hinsvegar fyrir einstaklinga sem eru vinnumiðaðir en þurfa mikinn stuðning. Þeir hafa sumir verið mörg ár frá vinnu/námi, hafa oft slitrótta náms- og atvinnusögu, þurfa hugsanlega að vinna með daglega rútínu, viðhorf sín og ábyrgð. Þeir hafa upplifað samskiptaerfiðleika á vinnumarkaði og þurfa að ná betri tökum á ýmsum grunnþáttum áður en lengra er haldið. Einstaklingar á Iðjubraut þurfa oft að styrkja ákveðna eða afmarkaða þætti áður en þeir geta tekið skrefið inn á vinnumarkaðinn þá líklega með aðkomu Vinnubrautar, en góð samvinna er milli Iðjubrautar og Vinnubrautar varðandi endurhæfingu þessara þátttakenda.

Á Iðjubraut fer fram vinnuþjálfun þar sem unnin eru fjölbreytt verkefni. Þátttakandinn vinnur jafnframt að almennri heilsu- og sjálfseflingu sinni. Boðið er upp á ýmis konar fræðslu því tengt og viðtöl/meðferðir mismunandi fagaðila eftir þörfum. Þátttakandinn vinnur með grunnþætti sem þurfa að vera í lagi til að geta verið virkur í daglegu lífi og störfum s.s.: mætingar, daglega rútínu, eigin umhirðu, jafnvægi í daglegu lífi, samskipta- og félagslega færni, áhugahvöt, trú á eigin getu, viðhorf til vinnu, að taka ábyrgð í lífi og starfi og markmiðssetningu. Einnig er jóga, líkamsvitund og slökun hluti af dagskránni.

----Iðjubraut----
Dagskrá       Fjóra daga vikunnar. Þar fyrir utan eru þátttakendur í annarri þjónustu þverfaglegs teymis auk annarrar sérfræðiþjónustu, allt eftir þörfum hvers og eins.
Tekið inn Allt árið
Tímalengd   Einstaklingsbundin

 

 

Heilsu- og Skólabraut

Heilsubrautar hluti þessarar brautar er fyrir þátttakendur sem  stefna í vinnu eða nám, en þurfa frekari undirbúning áður en nám er hafið eða undirbúningur atvinnuleitar hefst. Unnið er með almenna heilsu- og sjálfseflingu og boðið upp á ýmis konar fræðslu því tengt og viðtöl/meðferð mismunandi fagaðila eftir þörfum.

---Heilsubrautar hluti---
Dagskrá

Tengiliður og þátttakandi setja saman einstaklingsmiðaða dagskrá sem samanstendur af námskeiðum úr stundarskrá Heilsu- og Skólabrautar. Námskeiðunum er skipt í sex vikna lotur þar sem ný námskeið koma inn á 6 vikna fresti auk þess eru námskeið sem eru gegnumgangandi allt árið eins og t.d. líkamsrækt og vinnustofa. Þar fyrir utan eru þátttakendur í þjónustu þverfaglegs teymis og njóta allra annarrar sérfræðiþjónustu eins og á öðrum brautum Janusar endurhæfingar.

Tekið inn Allt árið
Tímalengd   Einstaklingsbundin


Skólabrautar hluti þessarar brautar er ætlaður þátttakendum  sem eru í  námi. Það getur verið nám í hvaða skóla sem er á framhaldsskóla eða háskólastigi, hvort sem er staðnám eða fjarnám. Á þessari braut eru oft þátttakendur með brotna skólagöngu, glíma við heilsubrest og þurfa stuðning til að hefja aftur/stunda nám á framhaldsskólastigi. Oft er saga um námsörðugleika og/eða aðra erfiðleika tengda skólagöngu s.s. lesblindu, athyglisbrest, kvíða, þunglyndi, félagsfælni, verkja sögu og einelti svo nokkuð sé nefnt. Þátttakendur fá stuðning til að vera í erilsömu umhverfi framhaldsskólans. Þeir þurfa að hafa vilja og getu til að þjálfa þá þætti sem verða að vera í lagi til að geta stundað nám á framhaldsskólastigi.

Þeir þátttakendur sem eru í námi í Tækniskólanum- skóla atvinnulífsins eru í talsverðri nálægð við tengilið sinn sem í mörgum tilvikum er staðsettur í skólanum en það kemur sér ósjaldan vel.

Á vorönn 2018 verður boðið upp á sérstaka vinnustofutíma, einu sinni í viku, í Tækniskólanum- skóla atvinnulífsins, fyrir þá þátttakendur Janusar endurhæfingar sem þurfa aukið aðhald og stuðning.

---Skólabrautar hluti---
Dagskrá Tímar skóla að eigin ósk samkvæmt því sem stundarskrá þar segir til um. Auk þess velur þátttakandinn, í samvinnu við tengilið sinn, námskeið úr dagskrá Heilsu- og Skólabrautar þar sem unnið er með almenna heilsu- og sjálfseflingu. Námskeiðunum er skipt í 6 vikna lotur þar sem ný námskeið koma inn á 6 vikna fresti auk þess eru námskeið sem eru gegnumgangandi allt árið eins og t.d. líkamsrækt og vinnustofa. Þátttakandanum stendur einnig til boða þjónusta þverfaglegs teymis Heilsu- og Skólabrautar auk annarrar sérfræðiþjónustu eftir þörfum hverju sinni.
Tekið inn Allt árið. Mikilvægt að hafa í huga að þátttakendur sem eru að fara í nám þurfa að taka mið af umsóknarfresti þess skóla sem þeir ætla að stunda nám í.
Tímalengd        Einstaklingsbundin

 

Vinnubraut

Vinnubrautin er ætluð þeim sem eru komnir mjög nálægt því að fara á vinnumarkaðinn. Vilji til vinnu þarf að vera sterkur og þátttakandinn verður að upplifa getu sína til þess að fara á vinnumarkaðinn talsvert mikla. Hann þarf samt sem áður stuðning til að stíga það skref og jafnvel stuðning á meðan hann er að fóta sig á vinnumarkaðnum að nýju. Þátttakandinn þarf að vera búinn að vinna með alla grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til þess að geta hafið vinnu.

Brautin býður upp á einstaklingsmiðaða atvinnuendurhæfingu þar sem unnið er meðal annars með að undirbúningi til þess að sækja um vinnu og fara í atvinnuviðtöl. Auk þátttöku í dagskrá Vinnubrautar þar sem þátttakandinn tekur m.a. þátt í fundum og ýmissi fræðslu stendur honum til boða ýmislegt af dagskrá Heilsu- og Skólabrautar. Þátttakendur fá tækifæri til að efla vinnuhlutverkið með aðstoð þverfaglegs teymis. Þeir meta starfsgetu sína og prófa vinnufærni með aðstoð sérfræðinga. Sumir þeirra fara í starfsprufur úti á hinum almenna vinnumarkaði. Sumir í vinnu sem hugsuð er sem framtíðarvinna og fá stuðning tengiliðs síns og þverfaglegs teymis Vinnubrautar á meðan þeir fóta sig þar.

---Vinnubraut---
Dagskrá Fimm daga vikunnar frá 9:00 – 15:00, fer þó eftir úthaldi hvers og eins. Þar fyrir utan eru þátttakendur í annarri þjónustu þverfaglegs teymis og njóta fjölbreyttrar sérfræðiþjónustu s.s. félagsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfunar og líkamsræktar.
Tekið inn Allt árið
Tímalengd   Einstaklingsbundin

 

 

 

Efnisleit

Dagskrá og viðburðir

Listasmiðja og mósaík - örnámskeið
07 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Tálgun og útivinna - örnámskeið
07 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Tálgun og útivinna - örnámskeið
10 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Origami, pappírsbrot - örnámskeið
10 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Hatha jóga - örnámskeið
10 Aug 2020
11:00 - 12:00
4. hæð, Skúlagötu 19
Macrame/hnýtingar - örnámskeið
10 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Fluid Art - örnámskeið
10 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Fluid Art - örnámskeið
11 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Veiði og útvera - örnámskeið
11 Aug 2020
09:00 - 12:00
Skúlagata/Geldingatjörn
Sjálfsefling - Örnámskeið
11 Aug 2020
09:00 - 11:30
4. hæð, Skúlagötu 19
Ræktun og útivera - örnámskeið
11 Aug 2020
09:00 - 11:30
Laugardalur
Hreyfing sem lífsstíll
11 Aug 2020
10:00 - 11:00
World Class
Zumba fyrir alla - örnámskeið
11 Aug 2020
13:00 - 14:00
4. hæð, Skúlagötu 19
Steyptar blöðruskálar - örnámskeið
11 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Tálgun og útivinna - örnámskeið
12 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Listasmiðja og mósaík - örnámskeið
12 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Textíl tilraunir, taulitun - örnámskeið
12 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Jóga og jóga Nidra slökun
12 Aug 2020
13:00 - 14:00
4. hæð
Sveppatínsla - örnámskeið
12 Aug 2020
13:00 - 15:30
Bílastæði Húsasmiðjunnar í Grafarholti
Skógarlíf í borginni - örnámskeið
12 Aug 2020
13:00 - 15:30
Perlan
Veiði og útivera - örnámskeið
13 Aug 2020
09:00 - 12:00
Elliðarvatn/Skúlagata
Svefnfræðsla - örnámskeið
13 Aug 2020
09:00 - 12:00
4. hæð
Hreyfing sem lífsstíll
13 Aug 2020
10:00 - 11:00
World Class
Textíl tilraunir, taulitun - örnámskeið
13 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Gróður og líðan - Örnámskeið
13 Aug 2020
13:00 - 15:00
3. hæð, Skúlagötu 19
Blómin tala - örnámskeið
13 Aug 2020
13:00 - 15:30
4. hæð, Skúlagötu 19
Listasmiðja og mósaík - örnámskeið
14 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Skógarlíf í borginni - örnámskeið
14 Aug 2020
09:00 - 11:30
Perlan
Borðtennis - örnámskeið
14 Aug 2020
10:00 - 11:30
TBR húsið
Sjósund í Nauthólsvík
14 Aug 2020
11:00 - 12:00
Nauthólsvík
Námstækni og skólahópur
17 Aug 2020
08:30 - 10:00
3. hæð, Skúlagötu 19
Tálgun og útivinna
17 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Meðvirkni
17 Aug 2020
09:00 - 11:30
4. hæð, Skúlagötu 19
Núvitund-æfingar
17 Aug 2020
11:30 - 12:00
4. hæð
Tálgun og útivinna
17 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
Stuðningur í atvinnuleit
17 Aug 2020
13:00 - 14:00
3. hæð, Skúlagötu 19
Hnýtingar og draumafangarar
17 Aug 2020
13:00 - 15:30
2. hæð, Skúlagötu 19
DAM - Samskiptafærniþjálfun
17 Aug 2020
13:00 - 15:00
4. hæð, Skúlagötu 19
Uppskera og útivera
18 Aug 2020
09:00 - 11:30
Laugardalur
Leðursaumur
18 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |