Velkomin eftir sumarfrí


Við bjóðum alla þátttakendur velkomna eftir sumarfrí. Spennandi tímar eru framundan enda mörg skemmtileg námskeið í boði hjá okkur eins og flest ykkar hafa fengið kynningu á.

Hægt er að að skoða hvaða námskeið eru í boði í Janusi Manager þar sem mælitækjum er svarað, skráning fer líka fram þar eftir að hafa rætt það við tengiliði. Tíma og staðsetningu námskeiða er hægt að fylgjast með hér á heimasíðu okkar í hliðarglugganum undir dagskrá og viðburðir. Einnig er hægt að nálgast yfirlit um öll námskeið undir ,,Námskeið og viðburðir'' hér á heimasíðuna í fréttinni ,,Námskeið og viðburðir í Janusi endurhæfingu sept. 2017 til des. 2017'' eða með því að smella hér.

Minnum alla þátttakendur á að fá aðgang að neti Janusar endurhæfingar í móttökunni en þannig komist þið inn á Janus Manager gegnum farsíma ykkar þegar þið eruð hjá okkur. Einnig er að sjálfsögðu áfram hægt að nota hinar ýmsu tölvur okkar.

janus blom lagad

Prenta Netfang