Listasmiðja og mósaík - örnámskeið
07.08.2020-14.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Föstudaginn 7. ágúst hefst Listasmiðja og mósaík -- örnámskeið í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti komið með sín verkfæri og verkefni og unnið að þeim í Janusi endurhæfingu. Einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins. Mósaík er glervinna þar sem litlum glerbútum er raðað og þær límdar á undirstöðu. Afrakstur vinnunnar verður seldur. Allur ágóðinn rennur í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar sem styrkir einstaklinga í endurhæfingunni sem eru í tímabundinni fjáhagslegri neyð.
Markmiðið er að ..
Gert er ráð fyrir sjálfstæðum vinnubrögðum þátttakanda
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristín Stefánsdóttir, Þórdís Halla Sigmarsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.