Veiði og útivera - örnámskeið
11.08.2020
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 11. agúst verður örnámskeiðið Veiði og útivera í Janusi endurhæfingu. Í örnámskeiðinu verður kynnt fyrir þátttakendum stangveiði í vötnum, ásamt því að njóta náttúrunnar við veiðar. Farið verður í grunnatriði við stangveiði og kasttækni. Einnig verður kennt að búa til auðvelda veiðihnúta.
Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og taka með sér nesti.
Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Halldór Bjarki, Kristín Stefánsdóttir og Magnús Guðmundsson.