Jóga Nidra
29.11.2019-20.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Föstudaginn 29. nóv. hefst Jóga Nidra í Janusi endurhæfingu sem verður haldið í þrjú skipti kl. 12:30-13:30 á 4. hæð. Námskeiðið er fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni til að slaka á og endurstilla líkama, huga og sál. Þú nærð meðal annars að kyrra hugann, öðlast betri stjórn á ýmsum hugsunum eða aðstæðum og brjóta upp neikvætt mynstur.
Jóga Nidra nýtur mikilla vinsæla i hinum vestræna heimi, þar sem hugleiðslan losar um streitu og spennu með áreynslulausum hætti. Jóga Nidra er hugleiðsluaðferð sem fer með þig í djúpa slökun og hvíld frá amstri dagssins. Slökuninni má líkja við djúpan svefn. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkama og huga. Það getur gefið þér aukinn styrk til að takast á við streitu og góð áhrif á svefn.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið verður í umsjón Berglindar Ásgeirsdóttur, jógakennara og iðjuþjálfa.