Vinnustofa í myndlist
15.11.2019-20.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Föstudaginn 15. nóv. hefst Vinnustofa í myndlist á 4. hæð kl. 09:00-11:00. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur vinni að verkefnum sínum og fái aukna þekkingu á myndlist og kynnist nýjum aðferðum. Ásamt því að fara út fyrir þægindarammann sinn.
Þátttakendur fá tækifæri til þess að vinna að sínum verkefnum í opinni vinnustofu með hvatningu og leiðsögn frá Arnari Inga. Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Arnar Ingi Gylfason og Anna Þóra Þórhallsdóttir.