Fræðsla með sálfræðilegu ívafi
12.11.2019-17.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.
Þriðjudaginn 12. nóv. hefst námskeiðið Fræðsla með sálfræðilegu ívafi, sem mun vera haldið í Janusi endurhæfingu. Markmið fræðslunnar er að hjálpa þátttakendum að kynnast mikilvægum málefnum. Einnig að undirbúa þá fyrir sálfræðimeðferð, veita þeim innsæi, tæki og tól sem hugsanlega minnkar þörf á sálfræðimeðferð.
Í hverjum tíma verður fjallað um eitt efni, þar verður umfjöllun um rannsóknir, tekin dæmi sem eiga við þátttakendur og þeir fengnir til að ræða um sitt eigið líf í samhengi. Einnig verður hvatt til þess að setja sér eitt markmið tengt fræðslunni.
Eftirfarandi má sjá grófa dagskrá;
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Fræðslan er ætluð þeim sem ekki hafa sótt námskeiðið áður. Umsjónarmenn námskeiðs eru Gunnar Örn Ingólfsson og Axel Bragi Andrésson, sálfræðingar.