Skólahópur
11.11.2019-16.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur sem stunda nám
Mánudaginn 11. nóv. hefst námskeiðið/stuðningshópurinn Skólahópurinn fyrir þátttakendur sem stunda nám. Boðið er upp á fræðslu og þátttakendum gefið tækifæri til þess að klára ýmis verkefni og leita til annarra þátttakenda sem eru að vinna að svipuðum eða sömu verkefnum. Skólahópurinn byggist á verkefnum sem þáttt. eru að vinna í hverju sinni og er dagskráin því fjölbreytt.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Edda Rán Jónasdóttir, Jón Hjalti Brynjólfsson og Sigríður Pétursdóttir.