Ganga
13.11.2019-18.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 13. nóv. hefst námskeiðið Ganga í Janusi endurhæfingu. Námskeiðið verður einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 11:30-12:00. Mæting er á 2. hæð á Skúlagötu 19 / anddyri.
Markmið námskeiðsins er að vekja athygli á því hversu góð áhrif það hefur á andlega og líkamlega heilsu að vera úti og hreyfa sig og hvetja þátttakendur Janusar endurhæfingar til að gera reglulega hreyfingu að hluta af sínum lífsstíl.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið verður í umsjón Iðjubrautar og Sigríðar Pétursdóttur.