Hreyfing sem lífsstíll
12.11.2019-20.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Þriðjudaginn 12. nóv. hefst námskeiðið Hreyfing sem lífsstíll. Boðið er upp á hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Unnið verður með þol, styrk og líkamsstöðu eftir getu hvers og eins.
Farið yfir þau undirstöðuatriði sem halda líkamsstarfseminni í jafnvægi og leggja áherslu á að þátttakendur læri að hreyfa sig í takt við það sem líkaminn kallar á. Aðstoðum hvern og einn við að kortleggja sína veikleika og förum yfir hvernig árangurinn stjórnast af hugarfarinu sem við höfum til hreyfingar og viðhorfs okkar í eigin garð.
Grunnhópur: Vinnum eingöngu með eigin líkamsþyngd og léttar teygjur. Hver og einn gerir æfingarnar á sínum hraða með það að markmiði að auka líkamsvitun og bæta þol og styrk.
Framhaldshópur: Líkamsrækt í 60 mín. Unnið með styrkjandi og liðkandi æfingar með það markmið að bæta styrk, þol og hreyfigetu. Markmiðið er að efla styrk og þol, kynnast líkama sínum betur, ögra sér og bæta sjálfstraust.
Markmið námskeiðsins er að efla líkamlega og andlega heilsu með því að stunda reglulega líkamsrækt. Einnig að vekja áhuga á því að gera reglulega hreyfingu að hluta af sínum lífsstíl, auk þess að öðlast verkfæri til að yfirstíga þær hindranir sem geta verið í veginum þegar við erum að byrja að gera líkamsrækt að reglulegum þætti í daglegu lífi okkar. Námskeiðið verður tvisvar í viku. Mikilvægt er að þátttakendur séu klæddir til þess að geta stundað æfingar.
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Agnes Ósk Snorradóttir og Kara Elvarsdóttir, sjúkraþjálfarar.