Handverk
11.10.2019-20.12.2019
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Föstudaginn 11. okt. hefst Handverk (Vinnustofa fyrir hádegi) undir handleiðslu fagaðila Janusar endurhæfingar.
Vinnustofan verður á Iðjubraut og hefur hver vinnustofa ákveðið þema sem spannar þrjá föstudaga. Námskeiðið er í boði alla önnina og er allt efni ókeypis á staðnum. Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti, láta sköpunargleðina njóta sín og efla sjálfstraustið. Markmið námskeiðs er að auka verkfærni og efla sjálfstraust með fjölbreyttri iðju.
Samhliða vinnustofu verður alltaf leiðbeinandi á textílsvæðinu. Þar geta þátttakendur komið á vinnustofutíma með verkefni í saumi, hekli og prjóni. Hægt verður að sinna verkefnum að heiman eða byrja á nýjum og fá aðstoð við þau. Leiðbeinandi á textílsvæði verður Sigríður Ósk Hannesdóttir
Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Þórdís Halla Sigmarsdóttir, Halldór Bjarki Ipsen, Kristín Stefánsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.
Föstudagur |
Handverk, okt.–des. 2019 |
11.okt. - 8. nóv. | Tálgunarnámskeið og Vinnstofa á saumasvæði. |
15. nóv.-20.des | Tálgunarnámskeið og Vinnstofa á saumasvæði. |
Tálgunarnámskeið: Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í tálgun og öruggar aðferðir til tálgunar og meðhöndlunar viðar kenndar auk þess verður kennt að kljúfa og frágangur verkefna sem eykur líkur á langlífi gripa
Vinnustofa á saumasvæði: Vinnustofu á saumasvæði verður skipt í 3 hluta: Fyrst saumum við gjafaskjóður, þ.e.a.s. endurnýtanlegar umbúðir fyrir gjafir. Næst eru saumaðar taukörfur og búnir til endurnýtanlegir vaxklútar undir matvæli. Að lokum heklum við hitaplatta úr ullargarni og mottur úr efnisræmum.
Gróf dagskrá: