Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Download as iCal file
Gleðibankinn
Thursday, 24. October 2019, 13:00 - 15:00
Hits : 1236

Gleðibankinn

03.10.2019-31.10.2019

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Fimmtudaginn 3. okt. hefst námskeiðið Gleðibankinn sem verður haldið í 5 skipti á 4. hæð frá kl. 13:00 til 15:00. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist styrkleikum sínum og hvernig hægt sé að nýta þá í daglegu lífi. Það að nota styrkleika sína í daglegu lífi getur aukið vellíðan, hamingju, orku og starfsánægju ásamt því að bæta frammistöðu í námi og starfi.

  • Fimmtudaga kl. 13:00-15:00 (4. hæð)

Fjallað verður um helstu svið jákvæðrar sálfræði og hvernig hægt sé að auka eigin vellíðan og hamingju. Rannsóknir benda til þess að við getum haft veruleg áhrif á hamingjuna okkar með ýmsum aðferðum. Áhersla verður lögð á styrkleika, hugarfar, húmor, þakklæti og núvitund. Gerðar verða fjölbreyttar og hagnýtar æfingar sem þátttakendur geta tileinkað sér strax. Einnig verður námskeiðið í formi fyrirlestra, myndbanda og umræðna.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Námskeiðið telur til mætinga og ef þátttakandi mætir ekki í tvö skipti án viðunandi útskýringa verður hann skráður úr námskeiðinu í samráði við tengilið viðkomandi. Umsjónarmenn verða Anna Þóra Þórhallsdóttir, Alma Rún Vignisdóttir og Elsa Sveinsdóttir.

Location 4. hæð, Skúlagötu 19

Efnisleit

© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |