Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Download as iCal file
Tómstundir og áhugamál - Útivera
Wednesday, 19. June 2019, 09:00 - 11:30
Hits : 2522

Tómstundir og áhugamál - Útivera

29.05.2019-10.07.2019

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar á Heilsubraut

Miðvikudaginn 29.maí 2019 hefst námskeiðið Tómstundir og áhugamál sem verður haldið í 7 skipti á miðvikudögum kl. 09:00-11:30. Námskeiðið er fyrir þátttakendur á Heilsubraut og hittist hópurinn á 4. hæð í Janusi endurhæfingu. Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga, auka virkni og skemmta sér. Einnig að æfa sig að vera í kringum annað fólk og þjálfa þar með félagsfærni.

  • Miðvikudaga kl. 09:00-11:30 (4. hæð)

Þátttakendur og námskeiðshaldarar munu vinna saman að dagskrá námskeiðsins eins og tíðkast hefur en í þessari lotu verður áhersla lögð á útiveru. Stefnt er að því að vera sem mest úti og njóta sumarsins t.d með því að fara í göngutúra í náttúrunni og ýmsa útileiki. Ef veðrið verður mjög slæmt verðum við inni á 4. hæð Janusar endurhæfingar.

Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er opinn hópur og því hægt að skrá sig í það á miðju tímabili í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Námskeiðið telur til mætinga og ef þátttakandi mætir ekki í þrjú skipti án viðunandi útskýringar verður hann skráður úr námskeiðinu í samráði við tengilið viðkomandi. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Elsa Sveinsdóttir, Salóme Halldórsdóttir, Jón Hjalti Brynjólfsson og Sigríður Pétursdóttir.

Location 4. hæð, Skúlagötu 19

Efnisleit

© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |