Þessi síða notar vefkökur.
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn.
Þær eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna.

Download as iCal file
Handverk
Friday, 26. April 2019, 09:00 - 11:30
Hits : 13558

Handverk

22.03.2019-12.07.2019

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Föstudaginn 22. mars hefst Handverk (Vinnustofa fyrir hádegi) undir handleiðslu fagaðila Janusar endurhæfingar.

  • Föstudaga kl. 09:00-11:30 (2. hæð)

Vinnustofan verður á Iðjubraut og hefur hver vinnustofa ákveðið þema sem spannar þrjá föstudaga. Námskeiðið er í boði alla önnina og er allt efni ókeypis á staðnum. Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti, láta sköpunargleðina njóta sín og efla sjálfstraustið. Markmið námskeiðs er að auka verkfærni og efla sjálfstraust með fjölbreyttri iðju.

Samhliða vinnustofu verður alltaf leiðbeinandi á textílsvæðinu. Þar geta þátttakendur komið á vinnustofutíma með verkefni í saumi, hekli og prjóni. Hægt verður að sinna verkefnum að heiman eða byrja á nýjum og fá aðstoð við þau. Leiðbeinandi á textílsvæði verður Sigríður Ósk Hannesdóttir

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Þórdís Halla Sigmarsdóttir, Halldór Bjarki Ipsen, Kristín Stefánsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Föstudagur 
Handverk, mars.–júlí 2019
22. mars / 29. mars/ 5. apríl Leir og steypa - 2. hæð
12. apríl Páskaeggjagerð - 2. hæð
26. apríl-24. maí Tálgun og skógarhirða - 2. hæð
31. maí-12. júlí Tálgun og skógarlífið í borginni - 2. hæð

Leir og steypa: Sjálfharðnandi leir verður notaður í smærri verk, steypa í stærri verk.

Páskaeggjagerð: Einföld leið til að búa til persónulegt súkkulaðipáskaegg. Gaman að hafa í huga persónulega kveðju eða málshátt sem mun fara inn í eggið.

Tálgun og skógarhirða: Tálgun verður í 3 skipti úr ferskum við. Grunntækni tálgunar er kennd og örugg vinnubrögð. Skógarhirða verður í 2 skipti þar sem grisjun verður gerð og opnun göngustíga ásamt snyrtingu á trjám undir leiðsögn fagaðila. Mælt er með því að þátttakendur komi klæddir eftir veðri því að skógarhirðan fer fram í Öskjuhlíðinni þá daga sem veður leyfir.

Tálgun og skógarlífið í borginni: Námskeiðið fer fram í Öskjuhlíð en hist verður alla föstudaga að Skúlagötu 19 og safnast saman í bíla. Viðfangsefni námskeiðs er að tálga undir berum himni og njóta útiveru í Öskjuhlíð. Ýmsir möguleikar svæðisins verða kannaðir, útieldun og fleira eftir hentugleika.

Location 2. hæð, Skúlagötu 19

Efnisleit

Dagskrá og viðburðir

Listasmiðja og mósaík - örnámskeið
07 Aug 2020
09:00 - 11:30
2. hæð, Skúlagötu 19
© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |