Konur studdar til bata
21.08.2018-27.11.2018
Fyrir hverja: Konur með áfengis- og fíknivanda í Janusi endurhæfingu.
Þriðjudaginn 21. ágúst hefst námskeiðið Konur studdar til bata sem er ætlað konum með áfengis-og fíknivanda í Janusi endurhæfingu. Námskeiðinu lýkur 27. nóvember. Það verður á þriðjudögum frá kl. 13:00 - 14:30. Auk þess verða þrjú auka skipti fimmtudagana: 20., 27. september og 18. október kl:13:00-14:30. Frí verður á námskeiðinu þriðjudaginn 9. október.
Markmiðið með hópastarfinu er að konurnar læri að þekkja sjálfa sig sem einstaklinga í stað þess að skilgreina sig í gegnum sambönd eða stöðu sína, að þær finni styrkleika sína og geti byggt á þeim framtíð sína og betra líf.
Aðaláhersla í hópunum er lögð á fjóra þætti:
Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem unnið er dýpra með ákveðin atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur í bataferli. Í hópastarfinu er spurt hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Kynntar eru nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu.
Efnið sem á ensku kallast „Helping women recover“ kemur frá Stephanie Covington en hún er frumkvöðull í vinnu með fíkn og áföll hjá konum. Í samræmi við það er lögð áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli (e. trauma) og öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna. Neyslan er því einkenni en ekki frumorsök.
Athugið að sérstakar mætingarreglur eru á námskeiðið. Þátttakandi verður afskráður í eftirfarandi tilfellum:
Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður verður Gunnhildur Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi. Gestafyrirlesarinn Katrín G. Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur mun leiða hópinn.