04.10.2018-08.11.2018
Fyrir hverja: Þátttakendur á Heilsu- og Vinnubraut
Fimmtudaginn 4. október 2018 hefst námskeiðið Vinnustaðakynningar. Námskeiðið verður haldið í 6 skipti og er einu sinni í viku á fimmtudögum frá 09:00 til 11:30 frá 4.október til 8.nóvember. Námskeiðið er haldið á Skúlagötu 19, 3.hæð inn af Vinnubraut og er fyrir þátttakendur á Heilsu- og Vinnubraut.
Farið verður í vikulegar heimsóknir á vinnustaði, sem hópurinn velur sér í upphafi námskeiðs. Umsjónarmenn í samráði við þátttakendur munu hafa samband við þá vinnustaði sem þátttakendur hafa áhuga á og skipuleggja heimsóknirnar. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í starfsemi ólíkra vinnustaða. Einnig að skoða hvaða störf séu í boði og hvort þetta séu vinnustaðir eða vinnuumhverfi sem þeir gætu hugsað sér að starfa í.
Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn eru Elsa Sveinsdóttir og Salóme Halldórsdóttir, félagsráðgjafar.
Námskeiðið er opinn hópur og því hægt að skrá sig í það á miðju tímabili í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Námskeiðið telur til mætinga og ef þátttakandi mætir ekki í þrjú skipti án viðunandi útskýringar verður hann skráður úr námskeiðinu í samráði við tengilið viðkomandi.