Download as iCal file
Vinnu- og námstengd félagsfærni
Tuesday, 1. May 2018, 09:00 - 11:30
Hits : 46

Þriðjudaginn 17. apríl hefst námskeiðið Vinnu- og námstengd félagsfærni. Námskeiðið verður einu sinni í viku á þriðjudögum, alls 6 skipti. Það verður haldið á Skúlagötu 19, 3.hæð í salnum Holtasóley sem er inn af Vinnubraut, frá kl. 9:00 - 11:30.

Markmið námskeiðsins er að öðlast færni í samskiptum við samstarfsmenn og/eða samnemendur sína.

Á námskeiðinu verður farið yfir færni í samskiptum við samstarfsmenn og/eða samnemendur.

Fjallað verður m.a. um eftirfarandi:

Samtöl og samskipti. Þar á meðal félagslegar leikreglur t.d. að hefja, halda við og ljúka samtali.
Líkamstjáning í atvinnuviðtali og í samræðum við vinnufélaga og/eða samnemendur
Átök og árekstrar á milli einstaklinga.
Að biðja um aðstoð og tjá jákvæðar og neikvæðar tilfinningar.
Samtöl við samstarfsfólk og/eða samnemendur, m.a. að hve miklu marki sjúkdómar eru ræddir og hversu persónulegar samræður eru hverju sinni.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gunnhildur, iðjuþjálfi og Þórey, félagsráðgjafi og þátttakandi.

Location Skúlagötu 19, 3.hæð í salnum Holtasóley