Download as iCal file
Hatha Jóga, öndun, styrkur/teygjur og slökun
Thursday, 26. April 2018, 12:30 - 13:30
Hits : 14

Fimmtudaginn 26. apríl hefst námskeiðið Hatha jóga / Öndun, teygjur og slökun. Námskeiðið er í 4 skipti og fer fram á Skúlagötu 19, 4.hæð frá kl. 12:30 til 13:30.

Markmið námskeiðsins er að öðlast þekkingu og reynslu á Hatha Jóga. Kynnast leið til þess að öðlast innri ró og vellíðan.

Kenndar verða jóga öndunaræfingar sem stuðla að ró og núvitund. Einnig verða gerðar jógateygjur og hver tími endar á endurnærandi slökun.

Kennari er Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari.

Námskeiðið er fyrir þátttaendur Janusar endurhæfingar og hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Skráning fer fram í samráði við tengiliði og inn á Janus Manager.

Byrjar: 26/04/2018
Lýkur:24/05/2018
Báðir dagar meðtaldir

Location Skúlagata 19, 4. hæð