Hits : 1075
World Class
16.01.2018-17.05.2018
Fyrir hverja: Heilsubraut/Vinnubraut
Hópþjálfun í World Class undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Unnið er með þol, styrk og líkamsstöðu eftir getu hvers og eins.
- Alla þriðju- og fimmtudaga kl. 10:00-11:30 (World Class Laugum)
Líkamsrækt er mikilvægur hluti endurhæfingarinnar, ekki bara til að bæta líkamlega heilsu heldur hefur líkamsræktin einnig góð áhrif á andlega líðan.
Markmiðið með tímunum er að hvetja þátttakendur Janusar til aukinnar hreyfingar, bæta líkamlega og andlega líðan og gera hreyfingu að föstum lið í daglegu lífi.
Hægt að skrá sig alla önnina. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.
Location World Class Laugum