Download as iCal file
Atvinnuviðtalið hefst heima
Tuesday, 13. March 2018, 09:00 - 12:00
Hits : 229

Atvinnuviðtalið hefst heima

27.02.2018-10.04.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur

Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 hefst námskeiðið Atvinnuviðtalið hefst heima. Námskeiðið verður í 6 skipti haldið á 3. hæð í Janusi endurhæfingu, inn af Vinnubraut kl. 9:00-12:00.

  • Þriðjudagar kl. 9:00-12:00 (3. hæð)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur Janusar endurhæfingar fyrir það skref að fara í atvinnuviðtal, sem hluta af því ferli að sækja um starf.

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stefna í atvinnuleit núna eða á næstu mánuðum. Einnig er þetta gott fyrir þá sem vilja skoða sjálfan sig gagnvart atvinnu.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

  • Undirbúning undir atvinnuviðtalið og viðhorf til þess að fara að vinna.
  • Styrkleikar og veikleikar.
  • Hina ýmsu styrkleika sem geta nýst í starfi.
  • Starf og eigin persónu.
  • Að þjálfa það sem ég vil ná árangri í.
  • Óskastarfið.
  • Mikilvægi góðs sjálfstrausts.
  • Helstu spurningar í atvinnuviðtalinu.

Einnig verða gerðar atvinnuviðtalsæfingar, með það að markmiðið að finna út á hvern hátt þátttakandinn geti eflt sig í slíku viðtali.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður námskeiðs og leiðbeinandi er Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi.

Location 3. hæð, Skúlagötu 19

Efnisleit

© 2018 Janus endurhæfing ehf. | Læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing | kt: 671099-3629 | Sími 514-9175 | janus@janus.is | Janus endurhæfing er opin alla virka daga milli 8:00-16:00 | Síminn er opinn virka daga frá 8:00-12:00 og 13:00-15:00 |