Download as iCal file
Endurhæfingin þín: Að takast á við breytingar
Monday, 5. February 2018, 09:00 - 12:00
Hits : 188

  Endurhæfingin þín: Að takast á við breytingar

15.01.2018-23.02.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur 

Mánudaginn 15. janúar mun hefjast námskeiðið Endurhæfingin þín: Að takast á við breytingar undir umsjón Aðalheiðar og Berglindar, iðjuþjálfa.

Markmið námskeiðsins er að vekja þátttakendur til umhugsunar um hvað það felur í sér að vera í endurhæfingu og hvað felst í þeirri vinnu. 

  • Mánudagar kl. 09:00-12.00 (4. hæð)

Námskeiðið mun fara þannig fram að leiðbeinendur hvetja til umræðna. 

Á námskeiðinu verður rætt um eftirfarandi viðfangsefni:

  • Að ræða almennt um endurhæfingu og hvernig hún hefur áhrif á þig og þitt nánasta umhverfi. 
  • Endurhæfing muni fela í sér breytingar hjá þér og þínu nánasta umhverfi. 
  • Breytingar hafa áhrif á marga þætti í þínu daglega lífi.
  • Hvað ábyrgð felur í sér.
  • Markmiðasetning.
  • Að halda áfram og gefast ekki upp.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er í umsjón Aðalheiðar Pálsdóttur og Berglindar Ásgeirsdóttur, iðjuþjálfa.

Location 4. hæð, Skúlagötu 19