Ánægjulegt er að greina frá því að síðastliðna tvo mánuði hafa óvenju margir erlendir og innlendir gestir/sérfræðingar komið og kynnt sér starfsemi Janusar endurhæfingar. Gestir þessir hafa komið frá öllum Norðurlöndunum, erlendum og innlendum háskólum, stofnunum og fyrirtækjum. Án þess að halla á neinn má þar t.d. nefna hóp frá Norðurlöndunum sem var hér á vegum NORDFORSK, skólastjórnendur frá Guldborgsund kommune í Danmörku, sérfræðinga í endurhæfingu frá Uppsölum í Svíþjóð, iðjuþjálfafélagið og sérfræðinga frá Tryggingastofnun og Virk.
Áhuga var lýst á nýsköpun og þróun innan Janusar endurhæfingar og innleiðingu í daglegt starf.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.