Heimsókn frá heilbrigðisráðuneytinu

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, heimsótti Janus endurhæfingu í dag. Með honum voru Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður, Sara Lovísa Halldórsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir sérfræðingar hjá Heilbrigðisráðuneytinu. 

Ásamt því að funda með stjórn Janusar endurhæfingar fengu gestirnir kynningu á starfseminni og skoðuðu fallega listmuni sem þátttakendur Janusar endurhæfingar hafa skapað fyrir Sumarmarkað Janusar endurhæfingar 2022. 

 

Frá vinstri: Sara Lovísa Halldórsdóttir, sérfræðingur. Ingibjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur. Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Ómar Hjaltason, forstöðulæknir Janusar endurhæfingar. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Kristín Siggeirsdóttir, framkvæmdarstjóri Janusar endurhæfingar. Vilmundur Guðnason, forstöðumaður vísinda hjá Janusi endurhæfingu. 

Scroll to Top