Haustið 2021, COVID-19

Starfsemi í húsnæði Janusar endurhæfingar á Skúlagötu hefst aftur eftir sumarlokun skrifstofu frá og með mánudeginum 9. ágúst. Við hlökkum til haustsins með ykkur en göngum þó hægt um gleðinnar dyr. Eftirfarandi sóttvarnir gilda í húsnæði Janusar endurhæfingar þangað til annað verður tilkynnt: 

  • Allir verða að spritta hendur við komu inn í húsnæði Janusar endurhæfingar.
  • Handspritt, hanskar og grímur eru til taks við innganga allra hæða.
  • Eins metra reglan og grímuskylda gildir í húsnæði Janusar endurhæfingar.
  • Námskeið verða ýmist haldin í húsnæði Janusar endurhæfingar eða í gegnum fjarfundarbúnað.
  • Einstaklingsviðtöl verða ýmist á Skúlagötunni eða fara fram í gegnum fjarfundarbúnaði allt eftir þörfum hverju sinni.
  • Einstaklingur sem er í einangrun eða sóttkví á ekki að mæta í húsnæði Janusar endurhæfingar.
  • Einstaklingur sem hefur verið í samskiptum við einstakling sem er í sóttkví – mætir ekki í Janus endurhæfingu ef einstaklingurinn í sóttkví er með einhver COVID-19 einkenni.
  • Alls ekki mæta ef einhver COVID-19 lík veikindi gera vart við sig.
  • Hægt er að nálgast ýmiskonar fræðslu um COVID-19 á heimasíðu Embættis landlæknis.
  • Allar nánari upplýsingar fást í síma 514-9175 eða í gegnum tölvupóst og netfangið janus@janus.is á hefðbundnum opnunartíma.
Scroll to Top