Frisbígolf og Sjósund

2 ný námskeið byrja núna í júní, frisbígolf og sjósund.

Frisbígolf – örnámskeið

Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga, læra frisbígólf og auka virkni auk þess að skemmta sér. Einnig að æfa sig að vera í kringum annað fólk og þjálfa þar með félagsfærni.

  • Föstudaginn 25. júní kl. 10.00 – 11.30 (Klambratún, bílastæði)

 Farið á klambratún og spilað frisbígólf.

Námskeiðið er í eitt skipti. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Elín Arna Ingólfsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.

 

Sjósund

Við munum hittast í Nauthólsvík við inngang að sjósunds aðstöðu.

Markmið námskeiðsins var að kynna sjósund sem hluta af hreyfingu og lífsstíl. 

  • Föstudagar kl. 11.00 – 12.00 (3 skipti, 11.júní – 25.júní)

Þáttakendur fá kynningu  á sjósundi, hvað þarf að hafa í huga við ástundun og farið verður yfir jákvæð áhrif á líðan. Í boð verður að prufa að fara í sjóinn og skoða aðstöðuna.

Þátttakendur sem fara í sjósund, heita pottinn eða lónið þurfa að taka með sér sundföt og handklæði.

 

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir, Salóme Halldórsdóttir og Högni.

Scroll to Top