Fréttasafnið

DAM- Atvinnufærni: 17 vikna hópmeðferð

DAM- Atvinnufærni: 17 vikna hópmeðferð

11.04.2022

Um miðjan janúar fór af stað 17 vikna hópmeðferð í DAM-Atvinnufærni. Samtals 16 þátttakendur eru skráðir og taka samhliða þátt í námskeiðunum Að sækja um starf og Stuðningur í atvinnuleit. DAM-teymi Janusar endurhæfingar hefur í samstarfi við Dr. Janet Feigenbaum unnið að innleiðingu meðferðarinnar í starfsemina síðastliðið ár.

Dialectical Behavior Therapy skills for employment (DBT-SE) eða DAM-Atvinnufærni er úrræði byggt á DBT meðferð Linehan (Linehan, 1993). Úrræðið er ætlað einstaklingum í starfsendurhæfingu sem hafa mikið tilfinninganæmi og vilja bæta samskiptafærni sína. Áhersla er sett á að skilgreina og móta tilfinningalega, hugræna og hegðunartengda þætti sem valda einstaklingum erfiðleikum með samskiptafærni og sjálfstjórn í vinnuumhverfi. Grunnþættir úr hefðbundinni Díalektískri atferlismeðferð (DAM) eru nýttir. Kennsluefni, færniþættir og verkefni eru miðuð að atvinnutengingu.

Kennsluefnið samanstendur af rúmum 180 blaðsíðum, þýðing var í höndum Ölmu Rúnar Vignisdóttur, Lindu Ólafsdóttur og Dr. Janet Feigenbaum. Verkefnið, hlaut styrk frá Virk 2021 og verkefnastjóri er Alma Rún Vignisdóttir.

Engin ummæli enn
Leit