Fjölbreytt og skemmtileg námskeið í Janusi endurhæfingu

 Janusi endurhæfingu hafa verið fjölbreytt og skemmtileg námskeið í boði fyrir þátttakendur, allt frá salsa dansi yfir í garðrækt. Í sumar var námskeiðið Garðrækt og útvera sem lagði áherslu á mikilvægi þess að vinna saman, skipuleggja og njóta náttúrunar í bland við garðrækt. Í námskeiðinu voru ræktaðar kartölfur, hnúðkál, sinnepssalat og einnig fjölærar plöntur eins og mynta, graslaukur og rabbabari.

Myndlistanámskeið hóf einnig göngu sína í Janusi endurhæfingu sem hefur vakið mikla lukku meðal þátttakenda. Þar hafa listrænir hæfileikar fengið að njóta sín og margar fallegar og fjölbreyttar myndir litið dagsins ljós.

 

Scroll to Top