Zen teikning

5. janúar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Fimmtudaginn 5. janúar

Zen teikning Námskeiðið er slakandi iðja með penna, pappír, grjót eða gler. Leið til að skapa og þjálfa núvitund á sama tíma. Form verða teiknuð á grunnaðar pappír, krukkur eða steina. Engar reglur gilda um hvernig form þátttakendur geta teiknað. Steinarnir verða límdir saman þannig að útkoman verður fallegur kertastjaki og krukkurnar falleg lýsing í glugga eða á borði.

Þeir sem vilja geta fengið blöð með myndskýringu sem sýnir skref fyrir skref formteikningu og Zen teikniaðferðina. Að öðru leyti eru engar reglur um hvaða form þátttakendur geta teiknað. Slökun og núvitund er í fyrirrúmi.

Námskeiðið er eitt skipti. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Þórhildur Kristjánsdóttir og Halldór Bjarki Ipsen.

Scroll to Top