Zen teikning og hönnun á tækifæriskortum og gjafaöskjum

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

28. apríl – 26. maí

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum og þátttakendum iðjunnar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð – Vestur)

Á námskeiðinu ætlum við að skreyta öskjur og poka og hanna fallega gjafapakkningu. Einnig verður í boði að skreyta plastdunka fyrir ýmsa matvöru s.s. smákökur og kaffi.  Þátttakendur fá að stunda algjörlega frjálsa hönnun úr ýmsum efniviði og notast t.d. við ýmis tímarit, Mod Podge lím, þurrkuð lauf og blóm, akrýl málningu, stensla og svarta penna.

Einnig má notast við zen teikniaðferðina sem snýr að því að fara í núvitund og gera ýmis síendurtekin mynstur með svörtum penna í frjálsu flæði. Það er mjög gaman að blanda aðferðum saman og búa til nýjar leiðir í korta og öskjuhönnun.

Öllum býðst að taka þátt í hugmyndaflæði við að hanna fallegar pakkningar.  Algengt er að skemmtilegar umræður skapist á vinnusvæðunum í kringum hönnun á þessum verkefnum.

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, auka trúna á sjálfan sig, styrkja sjálfstæð vinnubrögð, finna styrkleika sína og vinna með þá.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum á vinnusvæði tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra þátttakendur eins og t.d. að taka þátt í umræðuefni á vinnusvæði, þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, auka félagslega færni og lesa í félagslegar aðstæður.

Hand- og verkfærni: Vinna með skynáreit og ýta undir skapandi hæfileika.

Þátttakendur mega eiga þá listmuni sem þeir gera á námskeiðinu. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.  Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top