Vöruþróun fyrir sölusíðuna

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

5. október – 9. nóvember

Markmiðið með námskeiðinu er að þróa og búa til söluvörur, úr pappír, fyrir sölusíðu Janusar endurhæfingar. Ágóðinn af sölusíðunni rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Suður)

Tilgangur  námskeiðsins er tvíþættur

Þróa og búa til söluvörur, úr pappír, fyrir sölusíðu Janusar endurhæfingar. Þar reynir á sköpun og hugmyndaflug. Leikum okkur að ýmsum hugmyndum og eru óhrædd að prufum ólíkar aðferðir og hugmyndir. Sumar verða að vörum aðrar ekki. Lykilatriði í þessu ferli eru gleði, áhugi, forvitni og skemmtun.

Efla vinnumiðaða hugsun, þar sem við erum ekki að búa til hluti handa okkur sjálfum, heldur söluvörur

Við ætlum að koma lit á blað með ýmsu móti. Leggjum áherslu á að þrykkja og stimpla. Notum „Gel pad printin“ , búum til dúkristur og stimplum með þeim. Stimplum með legokubbum og í raun öllu því sem okkur dettur í hug. Úr þessu gerum við myndir og kort, bæði jólakort og tækifæriskort. 

Við kíkjum á skjáinn og skoðum það sem aðrir eru að gera. Lærum af þeim og vinnum okkar eigin hugmyndir út frá því. Eða „hoppum út í djúpu laugina“ og prófum og fiktum sjálf og sjáum hvað kemur út úr því.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top