Vöruframleiðsla fyrir sölusíðuna og markað í Kjós

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

20. nóvember – 18. desember

Markmiðið með námskeiðinu er að búa til söluvörur fyrir sölusíðu Janusar endurhæfingar. Ágóðinn af sölusíðunni rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar.

  • Mánudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Suður)

Vinna áfram með þá hugmyndavinnu sem fór fram í síðustu tveimur lotum. Nú erum við búin að ákveða hvað verða fyrstu vörurnar sem við setjum í sölu og þurfum að koma þeim í söluhæft form.

-Jólakort. Prenta og pakka í söluvænar umbúðir.

-Jólagjafamerkimiðar. Við erum bæði með miða sem þarf að ljósrita og klippa út og eins ætlum við að handgera einfalda miða.

-Jólasveinaljós úr glerkrukkum og garni.  

Efla vinnumiðaða hugsun, þar sem við erum ekki að búa til hluti handa okkur sjálfum, heldur söluvörur. Á þessu námskeiði er skýr vinnutengd og vinnumiðuð hugsun.

Ef við höfum tíma í lok lotunnar nýtum við hann í áframhaldandi hugmyndavinnu og hugum að þróun á fleiri söluvörum. Horfum þá bæði til nýrra hugmynda og að vinna áfram með hugmyndir sem byrjað var að vinna að á námskeiðum síðustu tveggja lotna.

ATH – Þó að við horfum til þess sem búið er að gera í síðustu tveimur lotum er þetta EKKI framhaldsnámskeið eingöngu fyrir þau sem voru á þeim námskeiðum, heldur eru allir velkomnir.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top