Vöruþróun

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

Athygli skal vakin á því að námskeiðið er 12 vikur og nær því yfir 2 lotur. Hægt er að skrá sig í og úr því á tímabilinu.

Markmið vöruþróunar er að gefa þátttakendum innsýn inní vöruþróun og hvernig markaðurinn vinnur.  Verkefnin eru fjölbreytt þar sem bæði er hægt að vinna í hóp eða sinna sjálfstæðu verkefni. 

  • Fimmtudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð)
  • Föstudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð)

Í vöruþróun munum við þróa og framleiða vörur sem við ætlum að selja í verslanir og mun allur ágóðinn renna óskertur í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar. Við munum gera vinnuáætlun og finna bestu leiðir fyrir framleiðslu hvers hlutar ásamt hönnun, pökkun, merkingum og auglýsingum. Þátttakendur sjá um að framleiða vörurnar eftir vinnuáætlun.

Framleiddir verða:

  • uppkveikikubbar, umbúðir og merking.
  • tálgaðar seríur, tálgun, pökkun og merking.
  • kort, pökkun og merking.

Verkþættir eru misjafnir allt frá að gera einn verkþátt uppí að gera marga í hverjum tíma og ættu allir að geta fundið verkefni við sitt hæfi og áhuga.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen, Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top